fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Birgitta Líf og Enok opna sig um líkamsárásina og skrautleg fyrstu kynni – „Hún kom hlaupandi á eftir okkur og við höfum aldrei verið jafnhræddir“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 10:14

Enok og Birgitta Líf hjá Ása. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuparið Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson eru nýjustu gestir Ásgríms Geirs Logasonar í þættinum Betri Helmingurinn með Ása og er óhætt að segja að þau fari um víðan völl.

Þau segja meðal annars frá sínum fyrstu kynnum og þar var ekki um að ræða ást við fyrstu sýn, svo vægt sé til orða tekið. Staðreyndin er sú að Enok og vinir hans þurftu að forða sér á hlaupum frá brjálaðri Birgittu sem sparkaði síðan svo fast í bíl þeirra að stuðarinn losnaði.

Birgitta Líf, 30 ára, er áhrifavaldur, markaðsstjóri World Class og umboðsmaður. Enok, 21 árs, er sjómaður og iðnaðarmaður.  Þessa stundina er hann að hjálpa til við stækkun á World Class stöðinni á Selfossi. Þau byrjuðu að hittast í kringum áramótin 2022 og urðu par um vorið. Þau eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Mynd/Instagram @birgittalif

Líkamsárásin

Þann 18. ágúst síðastliðinn varð Enok fyrir líkamsárás við ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi. Nokkrir menn réðust á hann með barefli og var lögregla kölluð á vettvang.

Sjá einnig: Birgitta Líf segir Enok hafa orðið fyrir líkamsárás við ÁTVR á Dalvegi

Í þættinum rifja þau upp atvikið og segir Birgitta að upplifunin hafi verið „ótrúlega skrýtin og óraunveruleg“.

„Maður áttaði sig ekki á hversu alvarlegt þetta hafi verið fyrr en eftir á. Þetta gerðist svo hratt og þeir hlupu í burtu og svo kom lögreglan. Við fórum í skýrslutöku og síðan var búið að ná gaurunum og þeir handteknir og við bara á leiðinni upp í bústað,“ segir Birgitta.

„Við héldum ferð okkar áfram, bara drífum okkur upp í bústað og kúplum okkur út. Við vorum í pínu sjokki eftir þetta. Við vorum rétt að keyra út úr bænum þegar símarnir okkar byrjuðu að hringja,“ segir hún en á þeim tíma höfðu þau aðeins verið búin að tala við foreldra sína áður en atvikið var komið í fréttirnar.

Mynd/Instagram @birgittalif

„Þetta var mega skrýtið, ég ólétt og sat inn í bíl, horfði á þessa gaura koma labbandi á eftir honum og ég einhvern veginn hljóp út og byrjaði að öskra. En hugsaði: „Ókei, ég er ólétt, ég ætla ekki að blanda mér inn í þetta.“ Þetta var ógeðslega skrýtið atvik, við erum ekki búin að heyra neitt meira.“

Birgitta segir að hún hafi tekið upp símann og byrjað að taka árásarmennina upp og hlaupið á eftir þeim til að ná þeim á mynd. Hún viðurkennir að eftir á hyggja hafi það kannski ekki verið gáfulegt. „Hefði ég vitað að þeir voru með vopn en ég vissi það ekki, en eina sem ég var að hugsa var að ná því á mynd hverjir þetta væru. Ná myndbandi af þeim og bílnúmerinu. En síðan var ég bara: „Ómægod, hvað ef þeir hefðu hlaupið á eftir mér.““

„Það er mjög skrýtið hvernig tíminn líður í svona [atviki],“ segir Enok.

„Ég var í átökunum og á meðan þeim stóð var þetta í „slow motion“ en eftir á var þetta eins og augnablik.“

Mynd/Instagram @birgittalif

Skrautleg fyrstu kynni

Í þættinum rifjar Birgitta Líf upp þeirra fyrstu kynni og þau voru ekki síður stormasöm.

Enok var að halda upp á tvítugsafmæli sitt í nóvember 2021 á Bankastræti Club, sem var á þeim tíma í eigu Birgittu Lífar. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem þau hittust en hún segir að það hafi komið nokkrum sinnum fyrir að hún hafi þurft að hafa afskipti af Enok á staðnum vegna alls kyns uppákoma.

„Við kynntumst á Bankastræti […] En samt svona, sem mér þykir ágætlega vænt um er að þetta var ekki beint á djamminu. Þetta var þegar Covid var og það lokaði allt, og svo var staðurinn alltaf opinn til ellefu á kvöldin. Allt var rólegra. Enok hélt tvítugsafmælið sitt á staðnum og þá stóð ég í dyrunum. Ég held að það hafi verið eitt af fyrstu skiptunum sem við hittumst formlega,“ segir hún.

Það liðu þó nokkrar vikur þar til ástin byrjaði að blómstra.

„Við áttum mjög vandræðalegan skemmtistaðasleik á miðjum staðnum,“ segir hún hlæjandi.

Mynd/Instagram @birgittalif

Ekki beint þeirra fyrstu kynni

Enok bendir henni á að þetta hafi tæknilega ekki verið þeirra fyrstu kynni og Birgitta staðfestir það.

„Ég var náttúrulega búin að þurfa að díla við hann og vini hans nokkrum sinnum þarna inni á staðnum. Ekki einu sinni orðinn tvítugur. Það var samt ekki út af því. Eitt skipti var þegar úlpu vinar hans var stolið úr fatahenginu. Ég fékk þessa hrúgu af einhverjum litlum goons, að mínu mati þá, á mig, hótandi mér því að mamma Enoks væri lögfræðingur og þeir ætluðu að kæra mig fyrir ég veit ekki hvað. Ég bara: „Ég er líka lögfræðingur, bitch,“ segir hún og hlátraköll heyrast í herberginu.

„Annað var, að það var búið að krota, eins og við stelpurnar erum með LXS eru hann og vinir hans með OGV, það var búið að krota OGV á sófana inni á staðnum. Og ég var ekki lengi að fatta hverjir þetta væru.“

Enok tekur það fram að hann hafi ekki verið þarna að verki, en vissulega vinir hans.

„Það var búið að byggjast upp spenna í ágætan tíma án þess að maður fattaði það,“ segir Birgitta Líf.

Mynd/Instagram @birgittalif

Alvöru fyrstu kynnin

En ef við spólum til baka til þeirra raunverulega fyrstu kynna, þá mætti kannski segja að það hafi kannski ekki verið ást við fyrstu sýn.

„Þetta var áður en við Birgitta vissum af hvort öðru þannig séð. Þá vorum við strákarnir eitthvað að villingast og Birgitta var í afmæli eða eitthvað, og við gerðum eitthvað af okkur, ég man ekki hvað það var, og hún brjálaðist. Hún var þarna í afmælinu [á Bankastræti Club] og við hinum megin við götuna, hún kom þarna hlaupandi á eftir okkur og við höfum aldrei verið jafnhræddir og stukkum inn í bíl og hún kom hlaupandi öskrandi og sparkaði í bílinn. Stuðarinn hékk á og við brunuðum í burtu, komum okkur eins langt í burtu og við gátum. Það var í fyrsta skipti sem ég sá hana.“

Birgitta Líf og Ási skella upp úr, en mikið er hlegið í þættinum þar sem þau ræða einnig um áhrifavaldastarfið, sjómennskuna, hvernig það er að vera á milli tannanna á fólki og díla við neikvæðar athugasemdir, meðgönguna og rómantíkina. Hlustaðu á þáttinn hér að neðan eða öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“