fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Götustrákar kjaftstopp yfir játningu Ása – „Ég barnaði kennarann minn“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 20:00

Ási Guðna Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vissi þegar þið senduð á mig að koma með heimskulega hluti sem ég hefði gert að ég hefði ekkert í ykkur, en ég er með tvo hluti,“ segir Ási Guðna skemmtikraftur, faðir og fyrrum sjómaður með meiru, sem var gestur Aron Mímis og Bjarka í þætti þeirra Götustrákar.

Aron Mímir spyr strákana um heimska hluti sem þeir hafa gert og byrjar sjálfur á að segja frá eigin heimsku frá fyrri tíð, meðal annars að hann hafi æft daglega í ræktinni og tekið stera en á sama tíma stóð matseðilinn af Hlöllabátum. „Ég fór í blakkát á oktoberfest og var að opna einhverjar hurðar, sofnaði heima hjá fólki, meig yfir allt bakherbergið og sofnaði í sófanum. Svo vaknaði ég daginn eftir þegar krakkarnir voru að fara að horfa á teiknimyndir, þá var hringt á lögguna og ég pikkaður upp, hent út á Hringbraut, síminn dauður og ég þurfti að biðja um að fá að hringja í mömmu og biðja hana að pikka mig upp.“

Ási tekur næst við: „Ég sé svolítið eftir þessu en ég svindlaði á skákmóti þegar ég var 13 ára, hringið á lögguna lokið mig inni. Þetta var mjög heimskt ég var að keppa á móti stelpu, sem var 2-3 árum yngri en ég. Málið er að við kepptum um síðasta sætið sem voru verðlaun, bók sem ég held að hafi verið „Hvernig á að tefla.“ Ég lét hana falla á tíma, það var gluggi fyrir aftan hana sem sýndi út á fjörð og ég geri þannig að tíminn byrjar hjá henni, svo er hún að hugsa og ég fer að horfa út um gluggann. „Sérðu þetta?“ og hún fer að horfa aftur fyrir sig. Svo bara ding og hún féll á tíma. Og ég bara stóð upp „takk fyrir, hvar er bókin?“ 

„Ég barnaði kennarann minn,“ segir Ási svo um seinni heimskulega hlutinn og þeir Bjarni og Aron Mímir verða alveg kjaftstopp. „Jú dönskukennarann minn, það er mjög heimskulegt sko, ég var orðinn 18 ára, en hann var 35 ára og við vissum ekki að hann gæti orðið óléttur. Ég er bara með þessa tvo hluti. Við erum góðir vinir í dag. Við erum báðir frímúrarar.“

„Shit, ég hélt þú værir að koma með algera sleggju,“ segir Bjarki, sem segist hafa logið að tittlingurinn á sér væri 18 sm, en svo ekki þorað úr nærbrókunum þegar kom að stóru stundinni. Einnig segir hann frá þegar hann pantaði sér hótelherbergi og var að byrja að kveikja nakinn á klámmynd þegar hjón sem áttu herbergið gengu inn. 

„Er þetta bara standardinn að fara úr öllum fötunum, horfa á klám og fá sér e-pillu? Þetta eru rosalegar sögur, ég er bara með eitthvað fokking skákmót. Ég hef gert fullt af hlutum sem eru ekki beint heimskulegir heldur meira fyndnir, ég hef bara ekki gert mikið af heimskulegum hlutum, því miður,“ segir Ási. „Ég er bara svo sjúklega boring gæi í svona, ég á ekkert neina fortíð í einhverju slæmu eða svoleiðis, samt var ég í fangelsi eina nótt.“

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Fylgja má Ása á Facebook hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“