fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Ásgeir Kolbeins minnist Stefáns vinar síns – Hvetur fólk til að styrkja börn hans

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 20:30

Ásgeir Kolbeinsson og Stefán Eysteinn Sigurðsson/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Kolbeinsson, fjölmiðla- og athafnamaður, minnist vinar síns Stefáns Eysteins Sigurðssonar, framkvæmdastjóra og útvarpsmanns, í hjartnæmri færslu á Facebook-síðu sinni sem hann veitti DV leyfi til að birta. Stefán lést þann 16. júlí síðastliðinn, 51 árs að aldri, og var jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 31. júlí.

Í færslu sinni hvetur Ásgeir þau sem geta til að styrkja hvatningar- og menntasjóð sem komið hefur verið á fót fyrir börn Stefáns, Töru Guðrúnu sem er 19 ára og Sigurð Leó sem er 16 ára.

Sjá einnig: Kærleiksher Stebba og Maju stofnar hvatninga- og menntasjóð fyrir börn hans – DV

Ljóst er af færslunni að Ásgeiri var verulega brugðið þegar honum var tilkynnt um skyndilegt fráfall Stefáns. Hann segir í færslunni að hann hafi við þessi tíðindi hafi upplifað tilfinningu sem ekki sé hægt að óska neinum að finna.

Um Stefán segir Ásgeir meðal annars:

„Stebbi var einstakur vinur og alveg óhætt að segja að hann hafi tikkað í öll þau box sem hægt var að tikka í, og ekki bara sem vinur heldur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Það geislaði alltaf af honum. Hann var alltaf jákvæður, alltaf með lausnir, alltaf með plan, alltaf til í allt. Svo var hann harðduglegur og það var ekki sekúnda sem fór til spillis.“

Ásgeir segir að Stefán hafi eytt öllum tíma sínum utan vinnu með börnunum og eiginkonu sinni, Maríu Lovísu Árnadóttur, vinum sínum eða við að sinna hús- og garðverkum. Stefán hafi ekki viljað sóa tíma sínum með því að horfa á sjónvarp heldur kosið fremur að vera með fólki.

Í færslunni minnist Ásgeir áralangrar vináttu hans og Stefáns með mikilli hlýju:

„Við fengum að vera vinir í 30 ár. 30 frábær ár og eru minningarnar óendanlegar, og það magnaða er að þær eru allar góðar, ekki ein slæm. Það er þessvegna sem ég brosi yfir nýrri og nýrri minningu hvern einasta dag“.

Ásgeir segir að Stefán hafi verið einstakur faðir og frábær eiginmaður. Hann segist ætla sér að gera allt sem hann getur til að vera til taks fyrir eiginkonu og börn Stefáns.

Stefán átti stóra drauma fyrir hönd barna sinna og því hafa vinir og vandamenn fjölskyldunnar stofnað sérstakan hvatningar- og menntasjóð fyrir Töru og Sigurð. Ásgeir hvetur sem flest til að styrkja sjóðinn:

„Elsku Stebbi okkar hafði stóra drauma fyrir Töru og Sigga sinn og vildi að þau myndu ganga menntaveginn áhyggjulaus og upplifa eigin drauma um nám í útlöndum eins og hann og Maja gerðu hér áður í Arizona. Okkur ástvinum langar að hjálpa þeim og hvetja í því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Því höfum ákveðið að stofna hvatninga- og menntasjóð í minningu Stebba fyrir Töru og Sigga.“

„Reikningsnúmer sjóðsins er 0301-26 – 013313. Kt. 180474-5019

Með fyrirfram þakklæti

Kærleiksher Mæju og Stebba.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin