fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Linda Pé býður upp á þriggja þrepa aðferð að árangri – Hundruðir kvenna þáðu boð um ókeypis námskeið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 11:00

Linda Pétursdóttir Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 2500 konur tóku boði lífsþjálfans og fegurðardrottningarinnar Lindu Pétursdóttur um að læra skothelda aðferð til að ná sér upp úr sporum vanans og verða óstöðvandi í vetur. 

Linda hefur í mörg ár kennt námskeið sem hún nefnir Lífið með Lindu Pé (LMLP prógrammið) sem er fyrir konur sem vilja styrkja sjálfsmynd sína, losa sig við aukakílóin og bæta líf sitt, auk styttri námskeiða.

Linda ákvað nýlega að bjóða upp á ókeypis þriggja daga námskeið, sem hún nefndi Óstöðvandi og þáðu hundruðir kvenna boðið og skráðu sig. Námskeiðið er þriggja daga námskeið sem Linda býður konum upp á gjaldfrjálst í samnefndum Facebook-hópi.

„Þessi vinna sem ég vinn við í dag að vera lífsþjálfi er mest gefandi og skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið á ævi minni. Ég elska að aðstoða ykkur, íslenskumælandi konur, til þess að bæta líf ykkar á einn eða annan hátt.“

Þriggja kvölda námskeið með vinnubókum

Námskeiðið hófst í gærkvöldi og verður síðan í kvöld, þriðjudagskvöld, og miðvikudagskvöld. Linda kemur einnig inn í hádeginu þriðjudag og miðvikudag til að svara spurningum þátttakenda. Námskeiðið fer fram í lokuðum Facebook-hópi sem verður opinn fram að eða yfir næstu helgi. Þátttakendur fá jafnframt vinnubók daglega í pdf-skjali, sem hver og ein svarar fyrir sig. 

„Það er kominn tími til mín kæra að þú verðir konan sem þú ætlaðir alltaf að vera, farsæl, óstöðvandi og að lifa draumalífinu, af því tíminn þinn er akkúrat núna. Ég bjó þetta námskeið til með þig í huga,“ segir Linda.

„Ég ætla að kenna þér að setjast í bílstjórasætið í þínu lífi, og gera loks þær breytingar sem þú þráir svo þú getir orðið algerlega óstöðvandi.“

Linda hefur starfað í sjálfsræktarheiminum á einn eða annan hátt í yfir 30 ár og segist hún hafa lært margt á þeim tíma, en hún segist ekki hafa sig á því til fulls hvernig þetta virkar allt saman fyrr en hún lærði lífsþjálfun.

„Ohh mér þykir svo vænt um ykkur, þið eruð svo með þetta,“ segir Linda um þátttöku kvennanna fyrsta kvöldið. 

Það er enn hægt að vera með og allar upplýsingar má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife