Bláa Lónið er efst evrópskra ferðamannastaði yfir helstu „ferðamannagildrur“ (e. tourist trap) heimsins. Bláa Lónið er í sjötta sæti heimslistans, samkvæmt úttekt blaðsins, og slær þar við þekktum ferðamannastöðum eins og heimili Jólasveinsins í Lapplandi, Checkpoint Charlie í Berlín og heimili rokkkóngsins Elvis Presley í Tennessee.
Úttekt USA Today var ítarleg en í umfjölluninni kemur fram að úttektin hafi verið gerð í júlí 2023 og hafi verið framkvæmd þannig að um 23,2 milljónir umsagna gesta á Google Reviews um helstu ferðamannastaði heims hafi verið rannsakaðar. Úttekin náði til alls 500 ferðamannastaða í 65 löndum og sex heimsálfum.
Í einfölduðu máli fór úttekin fram með þeim hætti að leitað í öllum umsögnunum eftir þremur leitarorðum á ensku „tourist trap“, „overrated“ og „expensive“. Kemur fram í umfjölluninni að vissulega birtist orðin stundum í jákvæðum skilningi en eftir að hafa skoðað gögnin þá séu slík tilvik tölfræðilega ómarktæk. Þá er tekið fram að tekið var hlutfall af fjölda skipta sem orðin komu fram og fjölda umsagna.
Eftir að hafa tekið saman tíðni orðanna í umsögnum gesta lá fyrir að Bláa Lónið væri í sjötta sæti yfir helstu túristagildrur heimsins og er sérstaklega tekið fram að verðlagið hafi farið illa með ferðmannastaðinn vinsæla. Þegar kom að leitarorðinu „expensive“ var Bláa Lónið efst yfir alla ferðamannastaðina sem úttektin náði til.
Bandaríkin eru í nokkrum sérflokki varðandi ofmetna ferðamannastaði. Á topp 25 listanum eru fimmtán frá Bandaríkjunum, tveir frá Kanada, tveir frá Írlandi og síðan eiga Ísland, Þýskaland, Indónesía, Malasía, Portúgal og Finnland sinn fulltrúa.