fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Bláa Lónið ofarlega í úttekt USA Today á helstu túristagildrum heims – Slær Elvis, Jólasveininum og Checkpoint Charlie við

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. ágúst 2023 12:09

Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bláa Lónið er efst evrópskra ferðamannastaði yfir helstu „ferðamannagildrur“ (e. tourist trap) heimsins. Bláa Lónið er í sjötta sæti heimslistans, samkvæmt úttekt blaðsins, og slær þar við þekktum ferðamannastöðum eins og heimili Jólasveinsins í Lapplandi, Checkpoint Charlie í Berlín og heimili rokkkóngsins Elvis Presley í Tennessee.

Úttekt USA Today var ítarleg en í umfjölluninni kemur fram að úttektin hafi verið gerð í júlí 2023 og hafi verið framkvæmd þannig að um 23,2 milljónir umsagna gesta á Google Reviews um  helstu ferðamannastaði heims hafi verið rannsakaðar. Úttekin náði til alls 500 ferðamannastaða í 65 löndum og sex heimsálfum.

Í einfölduðu máli fór úttekin fram með þeim hætti að leitað í öllum umsögnunum eftir þremur leitarorðum á ensku „tourist trap“, „overrated“ og „expensive“. Kemur fram í umfjölluninni að vissulega birtist orðin stundum í jákvæðum skilningi en eftir að hafa skoðað gögnin þá séu slík tilvik tölfræðilega ómarktæk. Þá er tekið fram að tekið var hlutfall af fjölda skipta sem orðin komu fram og fjölda umsagna.

Eftir að hafa tekið saman tíðni orðanna í umsögnum gesta lá fyrir að Bláa Lónið væri í sjötta sæti yfir helstu túristagildrur heimsins og er sérstaklega tekið fram að verðlagið hafi farið illa með ferðmannastaðinn vinsæla. Þegar kom að leitarorðinu „expensive“ var Bláa Lónið efst yfir alla ferðamannastaðina sem úttektin náði til.

Bandaríkin eru í nokkrum sérflokki varðandi ofmetna ferðamannastaði. Á topp 25 listanum eru fimmtán frá Bandaríkjunum, tveir frá Kanada, tveir frá Írlandi og síðan eiga Ísland, Þýskaland, Indónesía, Malasía, Portúgal og Finnland sinn fulltrúa.

Hér má sjá lista USA Today yfir topp 25 helstu ferðamannagildrur veraldarinnar

  1. Four Corners Monument, Arizona, Bandaríkin
  2. Salem Witch Museum, Massachusetts, Bandaríkin
  3. Calico Ghost Town, Kalifornía, Bandaríkin
  4. Crazy Horse Memorial, South Dakota, Bandaríkin
  5. International UFO Museum and Research Center, New Mexico, Bandaríkin
  6. Bláa Lónið, Ísland
  7. Voodoo Doughnut, Oregon, Bandaríkin
  8. Capilano Suspension Bridge, Vancouver, Bandaríkin
  9. Penang Hill, Penang, Malasía
  10. Pike Place Market, Washington, Bandaríkin
  11. Checkpoint Charlie, Berlín, Þýskaland
  12. Tegallalang Rice Center, Ubud, Indónesía
  13. Guiness Storehouse, Dublin, Írland
  14. Amana Colonies, Iowa, Bandaríkin
  15. Fisherman´s Wharf, Kalifornía, Bandaríkin
  16. Livaria Lello, Porto, Portúgal
  17. House on the Rock, Wisconsin, Bandaríkin
  18. Skylon Tower, Niagara Falls, Kanada
  19. Preservation Hall, Lousiana, Bandaríkin
  20. Blarney Castle, Cork, Írland
  21. Ben & Jerry´s Ice Cream Factory, Vermont, Bandaríkin
  22. Winchester Mystery House, Kalifornía, Bandaríkin
  23. Rovaniemi and Santa Claus Village, Lappland, Finnland.
  24. CN Tower, Toronto, Kanada
  25. Elvis Presley´s Graceland, Tennessee, Bandaríkin

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“