fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Priscilla Presley greinir frá nöturlegum orðum dóttur sinnar Lisu Marie nokkrum dögum fyrir andlátið

Fókus
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 18:00

Lisa Marie Presley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Priscilla Presley hefur greint frá því að dóttir hennar og Elvis Presley, Lisa Marie, hafi kvartað yfir því að sér „væri mjög illt“ í maganum aðeins nokkrum dögum fyrir andlátið. Lisa Marie lést óvænt þann 12. janúar síðastliðinn, aðeins 54 ára að aldri, en greint hefur verið frá því að dánarorsökin var þarmastífla sem orsakaðist vegna samgrónings sem var var afleiðing af þyngdartapsaðgerðar sem hún hafði undirgengist.

Yljar sér við hlýlega minningu

Tveimur dögum fyrir andlátið fóru mæðgurnar saman á Golden Globe-hátíðina þar sem stórmyndin Elvis var tilefnd til fjölmargra verðlauna.

Í viðtali við Hollywood Reporter lýsir Priscilla þessu síðasta kvöldi mæðgnanna en hún hafi skynjað að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Mæðgurnar höfðu farið ásamt hópi fólks á Chateau Marmont-hótelið eftir hátíðina til þess að fagna sigri Austin Butler í áðurnefndri mynd en hann fór með hlutverk rokkgoðsagnarinnar í myndinni.

„Við vorum nýkomnar þangað og vorum að labba niður stiga á hótelinu þegar ég rann aðeins til því ég var á háum hælum sem erfitt var að ganga á. Lisa Marie sprakk úr hlátri og áður en ég vissi af var ég farin að hlægja líka. Við vorum ekki einu sinni búnar að fá okkur drykk,“ segir Priscilla og segir að Lisa Marie hafi grínast með að eftir atvikið fengi hún ekki að fá sér í glas.

Priscilla Presley Mynd/Getty

„Ég trúi því ekki enn“

Priscilla segir að þessi minning ylji sér um hjartarætur en önnur minning stuttu síðar þetta kvöld geri það ekki. Þá höfðu þær mæðgur loks sest við borð og pantað sér drykk þegar Lisa Marie sagði móður sinni að hún væri að drepast í maganum. Þær hafi þá þegar ákveðið að yfirgefa samkvæmið og halda heim á leið.

Tveimur dögum síðar hringdi svo fyrrverandi eiginmaður Lisu Marie, Danny Keough, í Priscillu og greindi frá því að dóttir hennar hefði misst meðvitund á heimili sínu og hefði verið lögð inn á spítala. „Ég rauk beint út í bíl en þegar ég kom á spítalann var hún farin. Ég trúi því ekki enn. Ég óska engri móður að ganga í gegnum slíkt,“ segir Priscilla í viðtalinu.

Harmur Priscillu var þó rétt að byrja því hún lenti í harðri deilu við Riley Keough, dóttur Lisu Marie, varðandi dánarbú hennar.

Priscilla mótmælti erfðaskrá dóttur sinnar, og lagði meðal annars fram kæru, sem reitti Riley til reiði. Að endingu komust  Priscilla og Riley þó að samkomulagi en Priscilla hefur haldið því fram að kæran hafi verið á misskilningi byggð og hún hafi síðar rekið lögmannsstofuna sem sá um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“