fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Hatrammi Hollywood-skilnaðurinn – Sakar stórleikarann um að ljúga um raunverulegt virði sitt

Fókus
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega sást til leikarans Kevin Costner stíga út úr einkaþotu sinni, sem þykir nokkuð kaldhæðnislegt í ljósi þess að eiginkona hans Christine Baumgartner hefur sakað hann um að leyna gögnum um fjármál sín.

Hjónin eiga sem stendur í hatrömmum skilnaði sem hefur vakið töluverða athygli, ekki síst fyrir þá staðreynd að um hjónaband þeirra gildir skýr kaupmáli um skipti eigna og makalífeyri. Christine hefur harðlega mótmælt kaupmálanum, sem hún þó skrifaði undir áður en þau gengu í hjúskap, en hún telur hann ósanngjarnan í sinn garð enda Kevin töluvert tekjuhærri en hún. Helstu rök Christine eru að hún og börn þeirra hafi nú vanist lífsstíl sem skilmálar kaupmálans myndu ekki leyfa þeim að lifa áfram og þar með sé hann ósanngjarn.

Hafa hjónin ítrekað leitað með deilur sínar fyrir dóm og fallið nokkrir úrskurðir, svo sem að Christine beri að virða ákvæði kaupmálans og rýma heimili þeirra hjóna, en um er að ræða herragarð sem Kevin hafði tilkynnt henni áður en þau giftu sig að hann ætlaði ekki að eiga á hættu að missa, kæmi til skilnaðar.

Sjá einnig: Harðvítugar meðlagskröfur – Costner segist blankur en dæmdur til að greiða helmingi meira en hann vildi

Ekki er þetta fyrsti skilnaður leikarans og segist hann hafa verið illa brenndur í fyrri skilnaði þar sem hann hafi þurft að yfirgefa heimili sitt til margra ára og hafi hann verið skýr hvað það varðaði að sagan myndi ekki endurtaka sig – hafi þetta verið forsenda þess að hann samþykkti að gifta sig aftur.

Sem dæmi um eignir leikarans má nefna að einkaþotan hans er metin á 500-1000 milljónir.

Christine heldur því nú fram að Kevin sé búinn að fela eignir svo þær komi ekki til álita við skilnaðinn. Hefur hún farið fram á að dómari úrskurði að leikaranum verði gert skylt að framvísa gögnum um viðskipti sín, en leikarinn sé vísvitandi að halda gögnum frá eiginkonu sinni nú í aðdraganda þess að meðlagsgreiðslur verði ákvarðaðar. Hún vill meina að virði Kevin hafi fjórfaldast á hjúskapartíma þeirra, en hann hafi gefið virði sitt upp sem 13 milljarða þegar þau gengu í það heilaga fyrir 18 árum síðan. Nú sé virði hans nær 54 milljörðum.

Sjá einnig: Hatrammur skilnaður í Hollywood – Eiginkonan hústökukona í tveggja milljarða lúxushöll og sökuð um fjárkúgun

Dómari úrskurðaði í júlí að leikarinn ætti að greiða eiginkonu sinni rúmlega 17 milljónir á mánuði í meðlag, en Christine hafði krafist 34 milljóna. Mun Christine hafa áfrýjað þessari ákvörðun og vill hærri upphæð þar sem hún vilji tryggja að börn hennar njóti áfram sömu lífsgæða og áður.

Page Six greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni