fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Forstjóri Lufthansa brá sér í vinnu „á gólfinu“ – Gáttaður á hvað starfið var krefjandi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 26. ágúst 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf flugþjónsins hefur heillað marga í gegnum tíðina og það sem hefur helst þótt heilla við starfið eru öll ferðalögin, helst á framandi slóðir. Starfið er þó fyrst og fremst þjónustustarf sem oft getur verið erfitt og krefjandi, og um leið mikið ábyrgðarstarf þar sem flugáhöfnin ber ábyrgð á öryggi farþega um borð.

Jens Ritter forstjóri flugfélagsins Lufthansa ákvað að bregða sér „á gólfið“ og kanna af eigin raun hvernig flugþjónastarfið gengur fyrir sig. Ritter deildi reynslu sinni á LinkedIn. 

„Stundum þarf maður að breyta um sjónarhorn til að öðlast nýja innsýn í hlutina.  Í vikunni fylgdi ég flugáhöfn Lufthansa á leiðinni til Riyadh og Barein sem „auka áhafnarmeðlimur“. Þvílík ferð!“ segir Ritter sem starfað hefur fyrir félagið í mörg ár.

Ritter fyrir flug.

„En ég hef aldrei fengið tækifæri til að starfa sem hluti af flugáhöfn. Og satt að segja var þetta svo áhugavert og líka krefjandi! Það kom mér á óvart er hversu mikið skipulagið er, sérstaklega ef eitthvað bregður út af skipulaginu, til dæmis voru máltíðirnar sem boðið var upp á á matseðli ekki þær sömu og hlaðið hafði verið um borð.

Það er fullt af hlutum sem geta gerst þegar þú ert 33 þúsund fet yfir sjávarmáli og ert með hundruð farþega með mismunandi óskir og þarfir. Það var mjög áhugavert að bregðast við óskum hvers og eins, og að fá mismunandi viðbrögð þeirra.“

Taldi sig búinn undir næturflug

Ritter starfaði áður sem flugmaður og segist því hafa talið sig vita hvaða áskoranir fylgdu næturflugi.

„En að vera til staðar, hugulsamur og heillandi með bros á vör, þegar líffræðilega klukkan öskrar á þig að þú eigir að vera sofandi, er eitthvað allt annað.

Áhöfnin var frábær og bauð mig strax velkominn í liðið sitt. Með stuðningi þeirra gat ég aðstoðað farþega á viðskiptafarrými á leiðinni til Riyadh. Á leiðinni til baka til Frankfurt um nóttina sá ég um gesti okkar í almenna farrýminu. Og satt að segja þá naut ég hverrar mínútu. Það kom mér á óvart hversu mikið ég lærði á þessum fáu klukkutímum. Ég mun eftirleiðis ákveða hlutina öðruvísi á skrifstofunni eftir að hafa upplifað hvernig ákvarðanir eru teknar um borð.“

Ritter þakkaði áhöfninni fyrir að leyfa sér að bregða sér í hlutverk flugþjónsins í nokkrar ferðir svo hann gæti séð hvernig það væri að vinna á gólfinu, eða í loftinu réttara sagt. 

Hann segir þessa reynslu hafa kennt sér að það mikil vinna sé framundan til að bæta ýmsa staðla.

„Flugiðnaðurinn þjáist af skorti á starfsfólki, biluðum aðfangakeðjum, skorti á flugvélum og mörgum öðrum vandamálum,“ segir Ritter. 

„Ef við lögum þetta þá væri starf flugþjónsins miklu auðveldara. Á hinn bóginn held ég að öllum finnist gaman að vinna ef þeir finna að starf þeirra skiptir máli og þeir eru metnir að verðleikum og öruggir með starf sitt. Það er eitthvað sem ég vil vilja vinna að því að bæta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum