fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Vilja að eiginkona Kanye West verði handtekin fyrir ósiðlæti á almannafæri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 08:59

Myndir/Backgrid/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski arkitektinn Bianca Censori hefur verið á Ítalíu undanfarna daga með eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West.

Dvöl þeirra í landinu hefur vakið þó nokkra athygli, þá allra mest djarft klæðaval Biöncu um götur íhaldssömu og kaþólsku þjóðarinnar. Fjöldi fólks hefur óskað eftir viðbrögðum lögreglu og að  Bianca verði handtekin.

Daily Mail greinir frá þessu og vísar í ítölsk lög um særða blygðunarsemi og getur hver sá sem berar sig á stað nálægt ólögráða börnum þurft að borga allt að 1,4 milljónir króna í sekt eða þurft að sæta fangelsisvist í allt að fjögur ár.

Bianca er ástralskur arkitekt og byrjaði að starfa fyrir fyrirtæki Kanye, Yeezy, árið 2020. Þau hafa verið saman síðan byrjun árs 2023 og eru sögð hafa gifst við leynilega athöfn um miðjan janúar.

Klæðaval hennar síðastliðna mánuði hefur vakið mikla athygli. Hún hefur til að mynda verið mjög hrifin af því að klæðast gegnsæjum sokkabuxum í stað hefðbundinna buxna.

Sjá einnig: Eiginkona Kanye West vekur furðu

Hún hefur haldið áfram að hneyksla á Ítalíu þar sem hún hefur gengið um göturnar „nánast nakin“ að sögn erlendra miðla.

Fatnaðurinn sem má sjá hér að neðan vakti talsverðan usla eftir að Daily Mail birti myndirnar og þær fóru í kjölfarið í dreifingu um samfélagsmiðla.

Samkvæmt miðlinum hafa áhyggjufullir landsmenn tilkynnt Biöncu til ítölsku lögreglunnar og krafist þess að hún verði handtekin fyrir ósiðlæti á almannafæri (e. public indecency).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Swift ekki sátt og finnst hún notuð

Swift ekki sátt og finnst hún notuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilmundur segir að þúsundir Íslendinga séu líklega veikir án þess að vita það – Bendir á vöru sem má finna á nánast öllum heimilum

Vilmundur segir að þúsundir Íslendinga séu líklega veikir án þess að vita það – Bendir á vöru sem má finna á nánast öllum heimilum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“