fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

,,Mamma María” módel á fimmtugsaldri með sand á milli tannanna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 12:00

María Ögn Guðmundsdóttir Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Ögn Guðmundsdóttir er atvinnukona í hjólreiðum, en hún hjólar fyrir franskt keppnislið í svokölluðum gravel-hjólreiðum. María og lið hennar eru ekki bara keppnislið heldur fulltrúar þess á ýmsum vettvangi. Liðið heitir í höfuðið á aðalkostandanum sem er franski tískuhjólafataframleiðandinn Cafe De Cyclist. Áður en liðið var sett saman hafði María Ögn verið fyrirsæta og fulltrúi þeirra í keppnum víða um heim sem einstaklingur.

“Svo ákváðu þau að setja saman lið og byrjuðu á því að ráða mig og sögðu svo að nú þyrftu þau að finna eina ameríska Maríu og eina Evrópska Maríu,” segir María og hlær.

María er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Einmitt.

María á verðlaunapalli.
Mynd: Aðsend

Sigursælasta hjólreiðakona síðasta áratugar á Íslandi

María var sigursælasta hjólreiðakona landins síðasta áratug en hún datt inn í sportið í kringum árið 2009 og síðan þá verið nánast ósigrandi í íþróttinni. María fór síðan meira og meira í þjálfun og að sinna öðrum hugðarefnum tengdum íþróttinni og þannig dróst hún inn í módelstörf fyrir Cafe De Cyclist. Þá hefur María einnig verið að sinna hjólaþjálfun með sambýlismanni sínum Hafsteini Ægi Geirssyni, en hann á ekki síðri feril að baki í hjólreiðunum og eru þau bæði á fullu í hjólaíþróttinni.

Hafsteinn og María
Mynd: Aðsend

Þriðja sæti í 650 km keppni í Afríku

„Núna er ég ekki eins þyrst í sigra, ég hjóla bara af því að mér finnst það svo gaman og ég æfi bara svolítið í takt við hvernig mér líður og hvað mig langar,“ segir María.

Í lok júní tók hún þátt í mjög erfiðri og þekktri hjólreiðakeppni í Kenya í Afríku en keppnin er fjórar dagleiðir í gegnum slétturnar í Kenya „Migration Gravel Race.“ María gerði sér lítið fyrir og hjólaði í verðlaunasæti, en hún endaði í þriðja sæti í keppninni. Færri fá að taka þátt í keppninni en vilja en keppnin hlýtir ströngum reglum um álag á innviði bæði náttúrulega og félagslega og eingöngu komast um það bil 120 keppendur að ár hvert. María segir keppnina hafa verið gríðarlega mikla upplifun og segir hún viðmót og lífsviðhorf íbúa svæðisins hafa haft mikil áhrif á sig.

Frá keppninni í Kenýa
Mynd: Aðsend
Frá keppninni í Kenýa
Mynd: Aðsend
Frá keppninni í Kenýa
Mynd: Aðsend

„Mamma María“ módel á fimmtugsaldri með sand á milli tannanna

María er 43 ára og sagðist hún hafa byrjað á því að spyrja fulltrúa franska liðsins hvort þau vissu ekki hvað hún væri gömul.

„Stelpurnar sem eru með mér í liðinu eiga ekki börn og þær kalla mig „Mamma María,“ segir María.

María segir það mikil forréttindi að geta verið að ferðast um allan heim með skemmtilegu fólki og unnið við það að hjóla. Um leið og þetta sé mikið ævintýri þá sé framtíðin alltaf svolítið óljós.

„Þetta er náttúrulega alveg geggjað en stundum spyr maður sig hvort maður þurfi ekki að fara að verða fullorðin. Hvort það sé endalaust hægt að vera úti að djöflast, drullug upp fyrir haus með sand á milli tannana.“

Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend

Viðtalið við Maríu má hlusta á í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“
Fókus
Í gær

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heilsumarkþjálfinn Erla nefnir dæmi um vörur sem hún segir markaðssettar sem heilsuvörur – „Sem eru það ekki, heldur gjörunnin matvæli“

Heilsumarkþjálfinn Erla nefnir dæmi um vörur sem hún segir markaðssettar sem heilsuvörur – „Sem eru það ekki, heldur gjörunnin matvæli“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það