fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Lizzo kærð fyrir meinta kynferðislega áreitni og þyngdarsmánun

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 09:00

Lizzo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír fyrrverandi dansarar söngkonunnar Lizzo saka hana um kynferðislega áreitni, þyngdarsmánun og fyrir að skapa fjandsamlegt vinnuumhverfi, en mál þeirra var höfðað fyrir dómstól í Los Angeles í Kaliforníu í gær.

Í gögnum málsins kemur einnig fram að söngkonan hafi þrýst á einn dansaranna til að snerta nakinn listamann á skemmtistað í Amsterdam í Hollandi. Jafnframt er söngkonan sökuð um að hafa látið dansaranna gangast undir áheyrnarprufu sem olli þeim vanlíðan eftir að hafa ranglega sakað þá um að drekka við vinnu sínu. 

Lizzo hefur mótað ímynd sína á jákvæðri líkamsímynd og sjálfstrausti, en í málsgögnum kemur fram að hún hafi vakið athygli á þyngdaraukningu eins dansarans og síðan rekið hann úr starfi eftir fund þeirra vegna heilsufars hans.

Málið er einnig höfðað gegn Shirlene Quigley, sem er fyrirliði danshóps Lizzo, og er hún meðal annars sökuð um að hafa hæðst að þeim innan hópsins sem stunduðu kynlíf fyrir hjónaband og deilt kynferðislegum fantasíum, fyrir að líkja eftir munnmökum og ræða opinberlega um meydóm eins stefnenda.

Ekki er ljóst hvort Lizzo hafi vitað af ásökunum á hendur dansfyrirliða sínum, þó að stefnendur telji að söngkonan hafi vitað um kvartanir á hendur sér segir lögfræðingur stefnenda.

Í málshöfðuninni eru einnig ásakanir um fjandsamlegt vinnuumhverfi og trúar- og kynþáttaáreitni, en ekki voru allar kröfur gerðar á hendur öllum sem stefnt er, en framleiðslufyrirtæki Lizzo, Big Grrrl Big Touring, er einnig stefnt í málinu.

Lögfræðingur stefnenda, Ron Zambrano segir í yfirlýsingu til NBC News: „Framkoma Lizzo og stjórnendahóps hennar gagnvart starfsfólki hennar virðist ganga gegn öllu sem Lizzo stendur fyrir opinberlega, þegar hún í einkalífi sínu þyngdarsmánar dansara sína og niðurlægir þá á þann hátt sem er ekki aðeins ólöglegt, heldur jafnframt algjör siðblinda.“

Á meðal atvika sem talið eru upp í stefnunni má nefna atvik á nektardansstaðnum Bananenbar í Amsterdam þar sem Lizzo er sögð hafa „byrjað að bjóða þátttakendum að skiptast á að snerta nakta flytjendur, grípa dildó sem skutust úr leggöngum flytjenda og borða banana sem stóðu út úr leggöngum flytjenda.“

Aðeins viku síðar í París í Frakklandi er sagt að Lizzo hafi boðið dönsurunum á klúbb svo „þeir gætu lært eitthvað eða fengið innblástur af frammistöðunni“. Segir að hún hafi þó ekki greint dönsurunum frá því þegar hún bauð þeim á staðinn að um væri að ræða nektarkabarettstað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“