fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Hollywood-stjörnur bjóða upp á ókeypis gistingu

Fókus
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 17:30

Mila Kunis og Ashton Kutcher.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarahjónin heimsfrægu Ashton Kutcher og Mila Kunis hafa ákveðið að bjóða upp á ókeypis gistingu, í eina nótt, í húsi sem þau eiga við ströndina í Santa-Barbara í Kaliforníu. Útsýnið frá húsinu er sagt einkar glæsilegt en gistinguna bjóða hjónin í gegnum Airbnb. Allt að fjórum gestum verður boðið að eiga það sem hjónin kalla ógleymanlega sumardvöl.

Í myndbandi sem hjónin birtu á Instagram og tekið var fyrir utan umrætt hús sagði Kutcher við konu sína að hann hefði fengið þá „heimskulegu hugmynd“ að bjóða ókunnugu fólki að koma og gista hjá þeim í húsinu. Hann náði hins vegar að sannfæra Kunis um að þau skyldu demba sér í þetta og hún var sammála honum um að fólk myndi án efa njóta þessarar reynslu.

Opnað var fyrir bókanir í gær en fyrirvarinn er stuttur þar sem gistingin verður í boði næstkomandi laugardag. Kutcher sagði í færslu á Instagram að vel yrði tekið á móti gestunum og þegar þeir yfirgefi húsið á sunnudag verði það án efa eins og kveðja gamla vini.

Í auglýsingu hjónanna á Airbnb kemur meðal annars fram að heitur pottur sé við húsið og það sé umkringt trjám. Einnig er tekið fram að gestir geti farið í gönguferðir um nágrennið og fengið sér kaffibolla á ströndinni. Allar máltíðir verða innifaldar í gistingunni.

Til að fá tækifæri til að vera gestur stjörnuhjónanna þarf að hafa virkan prófíl á á Airbnb og hafa góðan feril að baki í fyrri viðskiptum þar. Einnig þurfa gestir að geta framvísað skilríkjum sem gefin eru út af hinu opinbera í Bandaríkjunum.

Kutcher og Kunis fylgja með þessu í fótspor annarar kvikmyndastjörnu, Gwyneth Paltrow, sem tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hún myndi bjóða fría gistingu í eina nótt í gestahúsi sínu í Montecito í Kaliforníu, í gegnum Airbnb.

Gestahúsið er með einu svefnherbergi og með einu baðherbergi og stendur við heimili Paltrow. Opnað var fyrir bókanir fyrr í þessari viku en í boði er gisting fyrir tvo gesti þann 9. september næstkomandi.

Það var CNN sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“