Hjónin Guðjón Valdimarsson vopnasali og Ingunn Þorsteinsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Skógarás 12 í Hafnarfirði á sölu. Mbl greindi frá.
Húsið er 349,5 fm á tveimur hæðum með innbyggðum mjög rúmgóðum bílskúr og möguleika á aukaíbúð á neðri hæð. Húsið var byggt árið 2008, teiknað af Vífli Magnússyni arkitekt og hafa hjónin búið í húsinu fra upphafi.
Húsið skiptist í forstofu, hol, gestasnyrtingu, eldhús, borðstofu, arinstofu, og svefnherbergi á efri hæð. Á neðri hæð er stofa, sjónvarpsstofa, hjónaherbergi með baðherbergi og fataherbergi, tvö svefnherbergi, líkamsræktarherbergi, baðherbergi, tvær geymslur og gang.
Í miðju húsinu er stofa sem hægt er að horfa niður í af efri hæðinni. Þessi stofa státar af tvöfaldri lofthæð sem gerir húsið konunglegt. Aukin lofthæð er í flestum rýmum hússins og er þar að finna innfellda lýsingu í nánast öllum loftum.
Guðjón rekur vefverslunina vopnasalinn.net og komst í fréttir í lok síðasta árs í tengslum við víðtæka rannsókn á fyrsta hryðjuverkamálinu sem komið hefur upp hér á landi.
Sjá einnig: Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.