fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Glímir þú við kvíða? – „Sýndu mildi í eigin garð en ekki blóðga bakið í samviskubiti yfir hegðun þinni“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. ágúst 2023 19:00

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sínum nýjasta pistli á Facebook um kvíða. Flest okkar upplifa kvíða einu sinni eða á lífsleiðinni, en kvíði er eðlilegt varnarviðbragð líkamans. Kvíðinn er hins vegar orðinn vandamál þegar hann hamlar lífi okkar.

„Flestir upplifa kvíða að einhverju leyti. En þegar kvíðinn verður yfir og alltumlykjandi tilfinning allan daginn, og hamlandi í samböndum þínum, samskiptum, frammistöðu í vinnu eða skóla, eða skerðir lífsgæðin þín, þá er kvíðinn vandamál sem krefst faglegrar aðstoðar.

Þess vegna er mikilvægt að aðrir öðlist skilning á baráttunni sem á sér stað inni í hausnum hjá fólki með kvíða því þá eykst samkennd og þolinmæði í garð þeirra,“ segir Ragga nagli.

„Framkoma og hegðun sem sumir upplifa sem dónaskap eða smámunasemi er í raun birtingarmynd á kvíðahugsunum og streitueinkennum af löðrandi svita, pípandi hjartslætti og dökkri heilaþoku.

Manneskja með kvíða getur átt erfitt með að festa svefn því hugsanirnar eru á Formúluhraða að endurspila atvik og endurupplifa áföll og losa streituhormón.

„Ohh ég var svo asnaleg í partýinu um helgina. Hefði aldrei átt að segja þennan glataða brandara. Engum finnst ég fyndin.“

Manneskja með kvíða getur virkað óáreiðanleg því hún aflýsir plönum á síðustu stundu.

„Ég meika ekki að vera innan um fólk núna. Ég veit ekki hvað ég á að segja, nenni ekki smáspjalli, ég á engar spjarir, þekki örugglega engan.“

Manneskja með kvíða getur svarað skilaboðum eftir dúk og disk því hún hefur ekki umframorku í að hugsa upp fullkomið svar, því allt þarf jú að vera fullkomið.

Kvíði veldur líka oft að við drögum okkur inn í skel og orkum ekki samskipti.“

„Óþol fyrir óvissu er eitt einkenni kvíða, og að vaða út í aðstæður án þess að hafa öll nanósmáatriði á hreinu getur keyrt streituna upp í rjáfur. Gætu jafnvel forðast nýjar aðstæður og treysta ekki sjálfum sér til að finna út úr hlutunum….“þetta reddast“ er ekki mantra hjá fólki með kvíða.

Manneskja með kvíða getur verið með stuttan þráð og pirrast auðveldlega því streitukerfið er á yfirsnúningi og þá fer framheilinn út á tún og við bregðumst við með tilfinningaheilanum. Töpum getunni til að láta ómerkilega hluti bara „slæda“. Fjölskyldumeðlimir og vinir labba á sokkaleistunum á eggjaskurnum til að forðast ágreining.

Mynd: Ragga nagli

Hvað er til ráða?

„Ef þú glímir við kvíða láttu þá fólkið í kringum þig vita hvað er að gerjast í hausnum svo þau hafi skýringu á af hverju þú þarft öll smáatriði, aflýsir hittingum, svarar seint og illa, pirrast hratt, og þarft stöðugt samþykki,“ segir Ragga. 

„Ef þú vilt draga úr þessum viðbrögðum við þínum kvíðahugsununum þá geturðu notað aukna meðvitund, búið til pásu til að velja viðbrögðin þín, iðkað núvitund, tileinkað þér hugræna atferlismeðferð til að skora á hugsanir þínar, eða leitað til fagaðila.

Gúllaðu amínósýruna L-theanine sem er virka efnið í grænu tei og stuðlar að slökun með því að lækka streitu og kvíða. Taugakerfið verður mega chillað eins og unglingarnir segja.

En fyrst og fremst sýndu mildi í eigin garð en ekki blóðga bakið í samviskubiti yfir hegðun þinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja