Tara Sif og Elfar Elí giftu sig í Las Vegas í fyrra en héldu því leyndu í nokkra mánuði og sögðust ætla að halda alvöru brúðkaup seinna. Nú er loksins komið að því og eru þau stödd í Róm á Ítalíu ásamt fjölskyldu og vinum.
Gestalistinn er stjörnum prýddum en meðal gesta eru áhrifavaldurinn og World Class-erfinginn Birgitta Líf Björnsdóttir, plötusnúðurinn Dóra Júlía, þjálfarinn og áhrifavaldurinn Sanda Björg Helgadóttir, einkaþjálfarinn Telma Fanney Magnúsdóttir og kærasti hennar, söngvari Kaleo, Jökull Júlíusson.
Brúðkaupið verður í dag en í gær var aldeilis skemmtidagskrá. Dagurinn byrjaði á æfingu sem Tara Sif stjórnaði, síðan fóru vinirnir í vínsmökkun og skoðuðu staðinn þar sem athöfnin mun fara fram. Kvöldinu lauk svo með ljúfum tónum frá Jökli.
Áhrifavaldavinkonurnar hafa verið duglegar að birta myndir og myndbönd á Instagram frá fjörinu.