fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Þetta eru fimm dýrustu sumarhús landsins

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 9. júlí 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni tók DV saman lista yfir fimm ódýrustu sumarhús landsins sem voru þá á sölu samkvæmt fasteignavef DV. Miðað var við ásett verð, en ekki fermetraverð, og einnig að hús sé á lóðinni, sama hvernig ástand þess er.

Sjá einnig: Þetta eru fimm ódýrustu sumarhús landsins

Veðrið hefur leikið við landsmenn síðan greinin birtist og var brakandi bongó nú um helgina og er enn, vonum að það haldist áfram.

Það var því tilvalið að halda áfram og taka fimm dýrustu sumarhús landsins sem eru á sölu í dag samkvæmt fasteignavef DV. Hér er miðað við ásett verð, en ekki fermetraverð og einnig að um hús sé að ræða, ekki bara lóð.

Þórsstígur 30 Selfossi – 110.000.000 kr.
Byggt 2009 – Stærð 217,6 fm

Sumarbústaður á þremur hæðum á 9000 fm eignarlóð á lokuðu svæði með símahliði. 

Til viðbótar er 15 fm gestahús sem er óskráð með eldhúskrók og sér baðherbergi með sturtu.
Bústaðurinn skiptist í: hol, eldhús og stofu í alrými, þrjú svefnherbergi og baðherbergi á aðalhæð, alrými og baðherbergi á jarðhæð, stofu/sjónvarpshol og baðherbergi á rishæð. Mjög gott bílastæði, stórir sólpallar við húsið á báðum hæðum. Heitur pottur er á jarðhæð. Í lóðinni er svo mjög góður útsýnispallur sem gefur möguleika á skemmtilegri nýtingu fyrir nýjan eiganda að ákveða.

Gesthúsið er fullinnréttað með eldhúskrók/svefn/stofu og baðherbergi Út til hliðar á húsinu er geymsla. Lítill sólpallur er fyrir framan húsið.

Brekkubyggð 2 Reykholti – 119.000.000 kr.
Byggt 2008 – Stærð 126,7 fm

Heilsárshús á lóð í Borgarfirði aðeins 5-10 minútna akstur frá Húsafelli. Húsið stendur á tæplega hálfum hektara leigulóð. Um er ræða timburhús með fallegri álklæðningu. Húsið er hannað af Birni Skaptasyni hjá Atelier arkitektum. 

Sumarhúsið skiptist í forstofu, samliggjandi stofu, borðstofu og eldhús, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottaherbergi og geymslu. Margir útgangar eru í húsinu. Stór pallur er í kringum húsið með þrem útdraganlegum skjólveggjum. Á lóðinni eru nokkur minni hús, svo sem saunahús, hálf-yfirbyggður heitur pottur, grillaðstaða sem er að hluta yfirbyggð, eldstæðishús, gróðurhús og stór kvöldsólarpallur. Mögulegt getur verið að semja um að fá hluta búslóðar (utan persónulegra muna) með í kaupunum.

Víðibrekka 21 Selfossi – 120.000.000 kr.
Byggt 2008 – Stærð 174,2 fm

Sumarbústaðurinn er á 7.730fm. eignarlóð.  Byggður 2008 og er skráður 134,2 fm ásamt bílskúr sem er 40 fm. Árið 2020 var bústaðurinn (ekki í fm.) og pallurinn stækkaður, klæddur að utan ásamt því að útbúin var sauna. Stór og fallegur pallur í kringum allt húsið

Sumarbústaðurinn skiptist í anddyri, eldhús, stofu, sólstofu, tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi og þvottahús á neðri hæð. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi. Möguleiki er að allt innbú fylgi bústaðnum.

Víðibrekka 38 Selfossi – 135.000.000 kr.
Byggt 2017 – Stærð 150,1 fm

Heilsárs sumarhús á einni hæð á 8.230 fm eignarlóð. Húsið er álkætt timburhús sem byggt er ofan á steypta sökkla og plötu með í steyptum gólfhitalögnum. Húsið skiptist í forstofu, rúmgott alrými sem samanstendur af glæsilegu eldhúsi með eyju, stofu og borðstofu, svefnherbergisgang með fjórum svefnherbergjum, baðherbergi, þaðan sem útgengt er út á verönd með heitum potti og þvottahús/geymslu. Stór hluti innbús getur fylgt með í kaupunum. 

Indriðastaðahlíð 120 Borgarnesi – 145.000.000 kr.
Byggt 2008 – 183,7 fm

Sumarhús/ heilsárshús sem skiptist í aðalhús, gestasvítu og bílskúr. Aðalhús skiptist í forstofu, kamínustofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottaherbergi. Gestahús skiptist í gang, svefnherbergi, salerni og sturtuherbergi. Miklar timburverandir úr harðvið eru í kringum húsið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi