fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Matur hvíta fólksins

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 8. júlí 2023 10:00

Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðavefur CNN sagði frá því nýlega að ný matartíska hafi breiðst út um Kína á undanförnum vikum eins og sjá hafi mátt á fjölmörgum færslum á samfélagsmiðlum.

Í Kína er algengt að sjá fólk borða t.d. heitar núðlur, hrísgrjón og rjúkandi súpur. Undanfarið hefur hins vegar borið á því að Kínverjar séu að deila myndum af máltíðum sem þeir hafa neytt og þykja ekki jafn fjölbreyttar og bragðmiklar og venjan er þegar kemur að hefðbundnu kínversku mataræði. Þetta eru t.d. gulrætur vafðar í ostsneiðar, samlokur með tveimur áleggstegundum og salöt með engri salatsósu.

Þessum myndum er dreift undir myllumerkinu #bairenfan en samkvæmt CNN þýðir það einfaldlega matur hvíts fólks. Á myndunum má sjá einfalda, kalda rétti sem flestir Vesturlandabúar myndu líklega tengja við hádegismat. Myndir af hráu grænmeti og einföldum samlokum eru algengar en eftir að Kínverjar búsettir erlendis fóru að taka þátt varð bairenfan eitt úttbreiddasta orðið á samfélagsmiðlum og einnig í sumum fjölmiðlum í Kína.

Þetta skilur hins vegar eftir þá spurningu hvort að Kínverjar haldi að þetta sé það eina sem hvítt fólk borðar.

Eru að læra að skilja vestræna menningu og mat

CNN ræðir við bresk-kínverska matreiðslumanninn Andrew Wong sem bendir á að vestrænar menningarafurðir eins og t.d. matur séu tiltölulega nýtilkomin fyrirbrigði í kínversku samfélagi og það taki tíma fyrir Kínverja að öðlast meiri skilning á hvað liggi að baki t.d. sumum réttum sem þeim þykja furðulegir.

Fyrst þegar #bairenfan fór að breiðast út voru færslurnar margar hverjar hæðnisfullar. Í einni færslunni birti viðkomandi mynd af tveimur gulrótum með smáræði af spínati og velti fyrir sér hvort hægt væri að fá nógu mikla orku til að komast í gegnum daginn með svona litlum mat.

Aðrir sögðust finna fyrir tómleika og sálarleysi eftir að hafa borðað svona máltíðir.

Enskumælandi Kínverjar sögðu frá #bairenfan á Twitter og þá byrjaði fólk, ekki síst hvítt fólk, utan Kína að taka þátt og margir hverjir sögðu mikið sannleikskorn í þessu.

Þegar fréttist af því utan Kína að Kínverjar væru að brita myndir af mat hvíta fólksins lýstu sumir furðu á því hversu greiða leið slík staðalímynd átti að hugum Kínverja. Einhverjir kínverskir notendur samfélagsmiðla tóku þá upp hanskann fyrir mat hvíta fólksins og sögðust vissir um að hann gæti t.d. hjálpað fólki við að grennast.

Lýsa furðu sinni á hráum mat

Í umfjöllun CNN kemur fram að það sem hafi fælt Kínverja frá því sem þeir kalla mat hvíta fólksins sé dauft bragð, litlir skammtar og ekki síst það að um sé að ræða óeldaðan mat. Það skýrist helst af því að í Kína hefur löngum verið talið að heitur matur og drykkir séu betri fyrir mannslíkamann. Kínverjar hafa því löngum litið svo á að það sé beinlínis stórundarlegt að borða hráan mat.

Eins og áður segir fylgir yfirleitt ekki sögunni í öllum þessum færslum Kínverja um það sem þeir kalla mat hvíta fólksins að um sé að ræða einfalda rétti sem yfirleitt séu aðeins borðaðir í hádegismat.

Megan Elias, sagnfræðingur, rekur sögu hádegisverðar, einkum í Bandaríkjunum, í umfjöllun CNN en hún er líka matreiðslumaður og þótt hún borði stundum eitthvað í hádegismat sem er svipað mat hvíta fólksins þá segist hún passa sig á því að elda fjölbreyttan mat. Henni líkar ekki við staðalímyndir um mat byggðar á kynþætti og menningu og þess vegna er hún ekki hrifin af hugtökum eins og matur hvíta fólksins.

Andrew Wong segir margt líkt með mat og tungumálum. Þetta tvennt sé svo inngróið í viðkomandi menningu að það geti verið auðvelt að meta þessi fyrirbrigði ranglega eða á ýktan hátt á meðan utanaðkomandi séu að kynnast einhverju nýju. Það sé auðvelt að missa af blæbrigðum eða að taka eitthvað úr samhengi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun