fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Draugurinn Fred benti á staðsetningu á eigin líki – Hvað er satt og logið í frægustu draugasögu Ástralíu?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frederick Fisher var enskur verslunarmaður, sem lenti í því að vera handtekinn og hafa í vörslu sinni falsa seðla. Hvort sem um var að ræða óviljaverk eða ekki var Fisher umsvifalaust dæmdur til 14 ára vistar í fanganýlendunni Ástralíu.

Fékk frelsið vegna menntunar

Fred var aftur á móti menntaður maður, kunni bæði lestur og skrift, og vegna þeirrar kunnáttu tókst honum að kaupa sér frelsið í Ástralíu þegar að hann hafði afplánað helming dómsins, árið 1822. Hann fór enn fremur fram á fjárhagslegt frelsi, sem var veitt og varð hann var stóreignamaður á land og býl auk þess að harsla sér völl i framleiðslu á pappír.

Árið 1825 lenti Fred í slagsmálum við trésmið nokkurn út af deilum um vinnuframlag og var snarlega sendur aftur í steininn. Áður en hann fór inn í steininn bað Fred nágranna sinn, George Worall, um að hafa auga á búinu og skrifaði undir pappíra þess efnis að George væri umsjónarmaður búsins meðan Fred sæti inni. En þegar að Fred var sleppt, sex mánuðum síðar, komst hann að því að George hafði fært allar eignir hans yfir á sitt nafn.

Þann 17. júní 1826 hvarf Frederick Fisher. Geroge Worrell sagði hann hafa ákveðið að snúa aftur til Bretlands og þremur vikum síðar seldi George allar eignir Fred, og sagði það að hans beiðni. Myndi hann senda ágóðann til Fred í Bretlandi.

Fred hverfur

Fjórum mánuðum eftir hvarf Fred steig fram maður að nafni John Farley og hafði sá merkilega sögu að segja. Fullyrti hann að hafa séð Fred látinn, það er að segja sem draug, sitjandi á handriði brúar. Hafði draugurinn ekki sagt orð en lyft hendi og bent á hestarétt sem staðsett var rétt hjá. Síðan hvarf hann.

Enginn tók mark á sögu John Farley en þó þótti lögreglu réttara að kanna hvar Fred væri niðurkominn, þar sem engar sannanir fyrir ferð hans til Bretlands lágu fyrir. Og á endanum var ákveðið að láta eftir Farley og grafa í hestaréttinni sem hann kvað drauginn hafa bent á. Eða svo segir sagan.

Og merkilegt nokk, þá tók lögreglu ekki langan tíma að finna líkamsleifar Fred Fisher.

George handtekinn

George Worrall var handtekinn fyrir morðið, hann hafði vissulega haft ástæðu en sönnunargögn gegn honum voru lítil sem engin. Hann neitaði morðinu í fyrstu en játaði síðar og var hengdur hið snarasta. Það ber vart að taka fram að jafnvel þótt réttarhöldin hafi farið fram á fyrstu áratugum nítjándu aldar var réttarkerfið komið lengra en svo að taka mark á draugasögu. Fékk því rétturinn ekki að heyra frásögn John Farley og átti sú saga engan þátt í aftökunni á George Worrell.

Um er að ræða frægustu draugasögu Ástrala, sögu sem enn er spáð og spekúlerað um.

Farley í raun og sann draug Fred þennan dag? Ef ekki, af hverju hefði hann átt að ljúga því til? Myrti Farley kannski Fred sjálfur og hylmdi yfir það með því þykjast hafa séð drauginn? Var hann vitni að morðinu en of hræddur til að segja til morðingjanna og skáldaði því upp draugasöguna? Var kannski raunveruleg manneskja á handriðinu, dulbúin sem draugur, og hafði sú blekkt Farley?

Enginn veit hvað rétt er en það er lítill vafi á að George myrti Fred.

Plat?

Í dag telja aftur á móti margir að frægasta draugasaga Ástralíu sé plat frá upphafi til enda, uppdiktuð af tímariti í Sidney á þessum árum í von um meiri lestur. En aðrir telja það af og frá.

Í gögnum yfirvalda þeirra tíma er hvergi minnst á John Farley né draugagang heldur skráð að líkið hafi fundist þar sem stórir blóðblettir hafi verið á árbakka og vakið athygli manna. Voru tveir frumbyggjar beðnir um aðstoð við leitina, enda þekktur þeir svæðið og náttúru þess öðrum betur. Fundu þeir mennskan fituvef í ánni og gátu rakið hann að gröfinni.

Hvað sem svo satt og rétt er í sögunni af morðinu á Fred Fisher breytir það því ekki að Ástralar eru elskir að henni og í borginni Campbelltown er árlega haldin draugahátíð, meðal annars draugnum Fred til heiðurs.

Nafninu á ánni sem lá að gröfnni, þeirri sömu og fituna var að finna í, var breytt í Drauga-Fisher á og tileinkuð Fredrick Fisher.

Og þótt ánni hafi tækilega séð síðan verið breytt í frárennsli fyrir margt löngu er hún alltaf Drauga-Fisher á í hugum Ástrala og minnir á þeirra elskuðustu draugasögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni