fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

„Að vera með fólki sem er þræll símans vekur upp óöryggi, lágt sjálfsmat, sjálfsefa og við upplifum að vera ekki metin að verðleikum“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 11:00

Ragga nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sínum nýjasta pistli á Facebook um þá sem eru þrælar símans og þá leiðinlegu hegðun margra að hanga stöðugt í símanum þegar þeir hitta annað fólk. 

„Heilinn getur gert tvo hluti í einu.

Þú getur alveg straujað og talað í símann.

Mögulega brennirðu flíkina ef þú færð svakalegar fréttir í tólið.

Því heilinn getur bara einblínt á einn hlut í einu.

Hefurðu prófað að tala við samstarfsfélagann og skrifa tölvupóst á sama tíma.

Áður en þú veist af ertu að skrifa það sem þú ert að segja.

Getur verið hvimleitt ef umræðuefnið er slúður sem ekki má fara lengra.

Það er ástæða fyrir að það er bannað með lögum að senda sms og keyra bifreið.

Heilinn getur ekki einblínt á samtal við manneskju fyrir framan þig samtímis og þú skoðar skilaboð á símanum, eða skrollar í gegnum instagram.“

Segir Ragga það vanvirðingu við aðra þegar einstaklingur hangir stöðugt í símanum þegar fólk hittist. Fólk upplifi að þræll símans meti þá ekki að verðleikum.

„Þú getur verið í sama rými og einhver án þess að vera í raun í sama rými þegar síminn sogar upp alla athyglina þína.

Þú heyrir ekki það sem sagt er.

Þú skráir ekki orðin sem fara út í kosmósið.

Þú tengist ekki á dýptina.

Þú nærð ekki innihaldinu til að sýna skilning og samkennd.

Þú ferð af fundinum með aðeins brotabrot af samtalinu og tengingunni í sálinni.

Þegar þú kíkir stöðugt á símann til að kanna skilaboð og tilkynningar ertu að gefa í skyn að fólkið á skjánum er mikilvægara en viðmælandinn sem situr á móti þér.

Að vera með fólki sem er þræll símans vekur upp óöryggi, lágt sjálfsmat, sjálfsefa, og við upplifum að vera ekki metin að verðleikum.

Djúp tengsl við annað fólk er það sem fóðrar sálina.

Það dúllar við taugakerfið og gerir það heilbrigt og hamingjusamt.

Það losar út vellíðunarhormónin serótónín og óxýtocín og okkur líður vel í laaaaaangan tíma eftir slíka fundi.

Pakkaðu æfóninum og pússaðu rykið af athyglisfrumunum með að vera til staðar í mómentinu.

Þú ert ekki að missa af neinu með að logga út úr netheimum í nokkrar klukkustundir.

Mannskepnunni gekk ágætlega í hundruð þúsundir ára að fúnkera án síma í vasanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set