fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Brinkley lofaði að breyta karlmönnum í ljón í rúminu – Græddi geitaeistu í pung stórstjarna Hollywood

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en Viagra kom til sögunnar reyndu margir að finna leiðir fyrir karlmenn til að halda kynlífinu gangandi með þokkalega fúnkerandi lim. 

Fáir gengu þó jafn langt og dr. John R. Brinkley (1885 – 1942), sem eftir sölu á alls kyns sulli,sem hann kokkaði saman ofan í auðtrúa og örvæntingarfulla herramenn, datt í hug að græða geitaeistu í karlmenn. 

John R. Brinkley

Nóg til af trúgjörnum herramönnum

Brinkley var reyndar ekki læknir, hafði aldrei stigið fæti inn í menntastofnun til að öðlast slíka gráðu, heldur einfaldlega keypt sér hana af vafasömum einstaklingum er sérhæfðu sig í slíku.

Hann opnaði læknastofu í Kansas, kvaðst sérfræðingur sig í kynlífi karlmanna og hóf að selja litað vatn sem hann sprautaði kaupendur með. Lofaði hann að þeim myndi breytast þeim í ljón í bólinu. Sem reyndar gerðist sjaldan sem aldrei en samt sem áður var nóg til af trúgjörnum karlmönnum til að halda rekstrinum gangandi. 

Brinkley mun hafa verið afar sjarmerandi og óþreytandi við að auglýsa sjálfan sig. Og þrátt fyrir að selja lyfleysu fékk hann það orð á sig að geta fengið fermingabróður allra karlmanna til að taka rækilega við sér. 

Brinkley sinnti einnig almennum störfum læknis, var elskaður af bæjarbúum, og þótti standa sig afspyrnu við umönnun vel þegar að spænska veikin reið yfir.

Af hverju ekki geitaeistu?

En aftur að getnaðarlimum. 

Dag einn árið 1918 bankaði sjúklingur upp á hjá Brinkley og sagði félagann ekki hafa haggast upp á við í langan tíma.  Brinkely svaraði því til, í gríni, að það væri nú munur ef unnt væri að hafa geitaeistu, en geitur höfðu orð á sér fyrir að hafa gríðarlega mikla kynhvöt. 

Og eftir því sem Brinkley hugsaði málið betur, því betri þótti honum hugmyndin. Af hverju ekki að græða geitaeistu í pung karlmanna? 

Nóg var af geitunum. Mynd/Getty

Brinkley hóf að gera aðgerðirnar sem strax náðu gríðarlegum vinsældum og áður en varði framkvæmdi hann yfir milli 40 og 100 slíkar á viku. Hann tók 750 dollara fyrir hverja aðgerð, sem í núvirði eru tæpar tvær milljónir króna, svo gróðinn var ævintýralegur. 

Brinkley var með samninga við fjölda geitabænda, til að hafa stöðugt magn af eistum í boði, og var sjúklingum boðið að renna yfir geitaskarann til að velja sér gjafa. Það var einnig velkomið að koma með eigin geit, ef menn óskuðu. 

Vindgangur, krabbamein og elliglöp

Bærinn sem Brinkley bjó í í Kansas, Milford, var alsæll með litla sjúkrahúsið sem dró að sér þúsundir karlmanna, alls staðar að úr Bandaríkjunum og hressti því allverulega upp á fjárhag bæjarbúa sem buðu upp á alls kyns þjónustu fyrir sjúklingana. 

Brinkley keypti sér meira að segja útvarpsstöð, þar sem hann auglýsti þjónustu sína með látum og hreykti sér af því að 95% sjúklinga væru nú óseðjandi í bólinu. Átti sú eftir að verða fjórða stærsta útvarpsstöð Bandaríkjanna á tímabili. 

Sagði hann að menn, sem hefðu þjáðst af áratuga getuleysi, væru farnir að feðra börn af miklum móð eftir að gangast undir aðgerð. Sem má teljast vafasamt. En fjölmiðlar átu hvert orð upp og fór meðal annars ritstjóri stórblaðsins LA Times í aðgerð. Brinkley kunni upp á hár að auglýsa sig, og biðlisti var eftir aðgerð. 

Fjölmiðlar átu upp hvert orð.

Eftir því sem vinsældir jukust fór Brinkley að bæta í og sagði að ekki aðeins myndi aðgerðin halda bandamanninum í norðurátt heldur læknaði hún einnig alls kyns aðra ólíka kvilla á við vindgang, krabbamein og elliglöp.

Brinkley fór meðal annars til Hollywood þar sem hann mun hafa komið fyrir geitaeistum í flestöllum stórstjörnum hvíta tjaldsins, svo og öðrum auðmönnum. Hann fór heim til Kansas með yfir 100 milljónir íslenskra króna að núvirði. 

Skar fullur á skítugum skurðstofum

Aðgerðin var einföld. Brinkley svæfði mennina, sett gat á pung þeirra, stakk inn geitaeistunum og lokaði fyrir. 

Í langflestum tilfellum hvarf vefurinn, eins og hvert annað aðskotaefni sem líkaminn fjarlægir, en sumir sjúklingar fengu slæma sýkingu og dæmi var um að menn létust. Ekki aðeins vissi Brinkley ekkert hvað hann var að gera, aðgerðin var vitagagnslaus með öllu, heldur var hreinlæti mjög ábótavant á skurðstofum, starfsfólk hans hafði heldur enga menntun og Brinkley oftar en ekki drukkinn meðan hann skar í pung mannana. 

Starfsfólkið hafði enga menntun og hreinlæti mjög ábótavant.

En karlmennirnir í Hollywood reyndust ekki jafn sáttir og þeir í Kansas og kærðu Brinkley. Kaliforníufylki reyndi að fá Brinkley framseldan árið 1923 en Kansas neitaði. Aftur á móti fóru vinsældir aðgerðanna hraðminnkandi eftir kærurnar og árið 1930, þegar upp komst að Brinkley hafði falsað yfir 40 dánarvottorð sjúklinga sem létust við að fá geitaeistu, fengu yfirvöld nóg og lokuðu sjoppunni. Leyfi til rekstur útvarpsstöðvar var einnig tekið af Brinkley.

Hann þurfti þó aldrei að svara til saka fyrir eitt né neitt af hálfu hins opinbera.

Brinkley gafst aldrei upp á að fá læknaleyfi sitt aftur.

Misheppnaður málarekstur

Brinkley átti eftir að reyna fyrir sér í pólitík án árangurs.  Árið 1939 fór hann mál við heilbrigðisyfirvöld í Kansas og krafðist þess að fá læknaleyfi sitt aftur. Það voru mikil mistök því ekki aðeins var honum harðneitað um það heldur varð málaflutningurinn til þess að hundruð manna fóru í skaðabótamál við Brinkley og var Brinkley gert að greiða um 450 milljónir íslenskra króna í skaðabætur.

John R. Brinkely neyddist til að lýsa sig gjaldþrota og lést, félaus með öllu, af völdum hjartaáfalls þremur árum síðar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“