Sjónvarpskonan Svava Kristín Grétarsdóttir, sem slegið hefur í gegn í íþróttafréttum Stöðvar 2, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún sé með barni.
„Ég stefni að því að hefja nýtt ár á því að fjölga Eyjamönnum,“ segir sjónvarpskonan sem fer ekki leynt með hversu stolt hún er af því að vera frá Vestmannaeyjum.
Hún segist hlakka til að prófa það eftirsótta hlutverk að verða mamma og þá sé móðir hennar ekki síður sátt með að hún verði „ edrú í einhvern tíma núna,“ segir Svava Kristín létt.
Þá greinir hún frá því að hún standi ein að verkefninu stóra og hafi undirgengist tæknifrjóvgun. „Svo það þýðir ekkert að reyna að rifja það upp hvenær þið sáuð mig i skemmtistaðasleik síðast,“ grínast sjónvarpskonan.