Hjónin Alexandra Helga Ívarsdóttir, eigandi Móa&Mía ehf., og Gylfi Þór Sigurðsson, hafa sett lóð sína við Mávanes 5 í Garðabæ á sölu.
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.
Lóðin er 1.400 fermetrar með útsýni yfir Arnarnesvoginn og Sjálandshverfið í Garðabæ. Heimilt er að byggja 600 fermetra hús á lóðinni.
Hjónin keyptu lóðina í júlí 2020 og var kaupverðið 140 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er verið að leita eftir kaupverði upp undir 250 milljónum króna fyrir lóðina í dag, en óskað er eftir tilboði í eignina. DV greindi fyrst frá kaupum hjónanna á lóðinni í júní 2021:
Sjá einnig: Gylfi og Alexandra hyggjast búa í Garðabæ í framtíðinni:Keyptu einstaka lóð á 140 milljónir króna
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.