fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Gordon Ramsay hrósaði OTO í hástert – „Besti matur sem ég hef borðað á Íslandi“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 15:00

Gordon Ramsay og Sigurður Laufdal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit þá er stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay enn á ný staddur á landinu. Svo virðist sem Ramsay hafi ákveðið að taka sér alfarið frí frá eldamennskunni og kanna veitingastaði miðborgarinnar. 

Í gærkvöldi sást til hans og fylgdarliðs á veitingastaðnum OTO sem er einn sá nýjasti í veitingastaðaflórunni. Lét Ramsay einstaklega vel af matnum og þjónustunni og sagði matinn þetta kvöld einfaldlega besta mat sem hann hefur borðið hérlendis. 

„Hann fékk sér nauta flanksteik, bikini réttinn okkar vinsæla, lamb, tagliatelle, hörpuskel og svo sítrónu í eftirrétt,“ segir Sigurður Laufdal eigandi OTO og yfirkokkur í samtali við DV.

Gordon Ramsay pantaði átta manna borð og mætti á staðinn ásamt félögum sínum til lengri tíma að hans sögn. Eftir matinn vippaði Ramsay sér inn í eldhús, hrósaði og sat fyrir á myndum með starfsfólkinu.

„Hann kom inn í eldhús óumbeðinn og þakkaði fyrir sig og hrósaði bæði mat og þjónustu í hástert,“ segir Sigurður sem segist mikill aðdáandi Ramsay og hafa verið lengi.

„Gordon er þekktasti matreiðslumaður heims þannig það er smá súrrealískt að fá svona hrós frá honum.“

Ramsay stillti sér upp með starfsfólkinu
Gordon Ramsay og Sigurður Laufdal

Veitingastaðurinn OTO er splunkunýr, en hann opnaði í lok apríl á Hverfisgötu 44. Aðspurður um hvernig viðtökurnar hafa verið segir Sigurður:  „Viðtökur hingað til hafa verið mjög góðar og erum við nú þegar komnir með okkar fastagesti. Hingað til hafa gestir verið heimamenn, fyrir utan Ramsey og hans fylgdarlið. Við erum það nýr staður að ég held að ferðamenn hreinlega viti ekki af okkur enn sem komið er, á meðan íslendingar eru aðeins búnir að heyra af okkur.“

Þrátt fyrir að OTO sé nýr staður þá er eigandinn enginn nýgræðingur í bransanum. Sigurður hefur komið víða við, verið kos­inn mat­reiðslumaður árs­ins, keppt í Bocu­se D’Or tvisvar og unnið sem sous chef á ein­um þekkt­asta veit­ingastað heims, Ger­ani­um í Kaupmanna­höfn. Hann átti alltaf draum um að opna eigin veitingastað og nú hefur sá draumur orðinn að veruleika. 

„Ég man þegar ég var að byrja í veitingabransanum, þá dreymdi mig um að verða mat­reiðslumaður árs­ins, vinna á flott­um Michel­in-stað og opna minn eig­in veit­ingastað,“ seg­ir Sig­urður og nú hafa all­ir þeir draum­ar ræst en Ger­ani­um er með þrjár Michel­in-stjörn­ur.

OTO er á Hverfisgötu 44

Á OTO mætast áhrif Ítalíu og Japans í matargerð í fjölbreyttum matseðli sem samanstendur af mörgum réttum, stórum og smáum. „Nafnið er smá orðaleikur með Kyoto og Tokyoto, við tókum sem sagt hluta úr þeim orðum fannst það hljóma vel, stutt og laggott,“ sagði Sigurður í viðtali við Veitingageirann þegar staðurinn opnaði. „Annars er þetta búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli, að opna sinn eigin veitingastað, þetta er ólíkt því sem ég þekki og hef verið í áður og það er búið að vera bæði krefjandi en jafnframt skemmtilegt, lærdómsríkt ferli.“

Sítrónueftirrétturinn sem hefur vakið mikla lukku og limoncello með
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“