fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Þúsundir fylgjenda heillast af bikínimyndum Millu – Sérð þú hvað er athugavert við myndirnar?

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgjendur bikínifyrirsætunnar Millu Sofia heillast af henni og myndunum sem hún póstar á samfélagsmiðla og segja hana „náttúrulega fagra.“ Sofia er með vefsíðu og er á öllum samfélagsmiðlum, á TikTok er hún með tæplega 93 þúsund fylgjendur, á Instagram 34 þúsund fylgjendur og Sofia er einnig á Twitter, Pinterest og YouTube. 

Sofia sem sögð er 19 ára og búsett í Helsinki í Finnlandi póstar nær eingöngu bikínimyndum af sér víðs vegar um heiminn. Og fylgjendur eru hrifnir:

„Náttúruleg fegurð sem hefur allt.

„Þú lítur dásamlega út, ótrúleg, falleg, glæsileg, töfrandi og hrífandi.“

 „Þú ert eins og sólin, þú færð mig til að brosa og gleður mig.“

Ofangreind ummæli eru á meðal hundrað ef ekki þúsunda sem skrifuð eru við hverja mynd Sofiu. Sem dæmi þá er sú nýjasta á Instagram sem birt var fyrir sólarhring með 1615 læk og 108 athugasemdir þegar þetta er skrifað.

Vissulega er Sofia mjög falleg, en þegar rýnt er betur í myndirnar má sjá að þær eru eiginlega of fullkomnar, en Sofia hefur þó ekki breytt myndunum með hinum ýmsu forritum eins og margar samfélagsmiðlastjörnur eiga til að gera. Hafi fylgjendur fyrir því að lesa lýsingu hennar á samfélagsmiðlum, svokallað Bio, kemur nefnilega sannleikurinn í ljós. Sofia og allar myndir hennar eru búnar til með gervigreind (AI).

Margir fylgjenda Sofiu á samfélagsmiðlum virðast ekkert taka eftir þessu, eða er kannski bara alveg sama. Margir reyna þó að benda á staðreyndina um Sofiu í athugasemdum.

„Öll ummælin sem hrósa henni… verst fyrir ykkur.“

„Millie er persóna búin til af gervigreind svo það er forritið sem þú ert að hrósa.“

„Elska þetta listaverk, þetta er flott, en um leið svo raunverulegt að það skelfir mig.“

„Hahahaha athugasemdirnar frá þessum aumingjum sem halda að þessi skvísa sem alvöru, í alvöru strákar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn