fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Menningarelítan búin að fá nóg af Gumma Kíró og Prettyboytjokkó – „Hvaðan kemur þessi asnalega efnishyggja?“

Fókus
Mánudaginn 24. júlí 2023 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason, ein helsti málsvari íslensku menningarelítunnar, er búinn að fá sig fullsaddan á þeirri efnishyggju sem ríkir meðal áhrifavalda og tónlistarmanna hérlendis.

„Gústi B kaupir sér Rolex, Prettyboitjokko kaupir dýra sundbrók og sportbíl, Gummi kíró gengur í Gucci. Um svonalagað les maður daglega í fjölmiðlum. Hvaðan kemur þessi asnalega efnishyggja?“ spyr Egill í stuttri hugleiðingu á Facebook-síðu sinni sem vakið hefur sterk viðbrögð.

Egill segist muna þá tíð að flagga slíku hafi þótt alveg innilega ófínt. „En nú er því stillt upp eins og þarna sé gríðarlega eftirsóknarverður veruleiki,“ skrifar Egill.

Ljóst er að sjónvarpsmaðurinn góðkunni hitti þarna á taug því athugasemdirnar við færsluna hrúgast inn og eru allar á einn veg. Leikarinn Pálmi Gestsson segir að um „úrkynjun“ sé að ræða og Bubbi Morthens er á svipaðri línu. „Umbúðir ekkert innhald,“ segir tónlistarmaðurinn og annar risi, Björgvin Halldórsson bætir við: „Endalaus sjálfshátíð“.

Vill að menningarelítan snúi vörn í sókn

Tónlistarmaðurinn og fyrrum ráðherrann Óttar Proppé vill hins vegar snúa vörn í sókn.

„Ég gef mér að þetta sé sá hluti fjölmiðlaafurða sem byggir á aðsendu efni utan úr bæ lítt ritskoðuðu. Mögulega er hér komið merki um að vér menningarmafían þurfum að herða oss og vera duglegri við að framleiða hágæða’kontent’ handa miðlunum til að lyfta gæðum umræðunar. Allir í bátana!“

Og svo er það tónlistarmaðurinn Villi Goði sem horfir dreyminn til liðinna tíma.

„Já betri var tíðin þegar menn fóru í ljós þrisvar í viku. Mættu reglulega í líkamsrækt, fóru í Hollywood um helgar með mynd af bílnum í vasanum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“