fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

„Barbenheimer“ slær í gegn – Stærsta opnunarhelgi sögunnar hérlendis

Fókus
Mánudaginn 24. júlí 2023 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirvæntingin fyrir kvikmyndunum Barbie og Oppenheimer ætti ekki að hafa farið framhjá neinum enda
tröllríður svokallað „Barbenheimer æði“ heimsbyggðinni allri.

Íslenskir kvikmyndahúsagestir létu sitt ekki eftir liggja í þeim efnum um helgina og kvikmyndaáhugafólk flykktist á stórmyndirnar tvær.

Útkoman varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK – Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði – sem heldur utan um aðsóknartölur hérlendis.

Eins og vestanhafs tók kvikmyndin um leikfangadúkkuna heimsfrægu Barbie toppsætið og þénaði hún
alls tæpar 21,5 milljónir króna í miðasölu hérlendis. Oppenheimer, sem fjallar um vísindamanninn J.
Robert Oppenheimer og hlutverk hans á þróun á hættulegasta vopni heims, tók 2. sæti vinsældalistans
eins og annars staðar í heiminum,  og þénaði kvikmyndin rúmar 14,2 milljónir króna.

Barbenheimer þénaði því alls hér á landi rúmar 35,7 milljónir króna á þremur dögum.

Alls nam miðasala kvikmyndahúsa hér á landi um helgina tæpum 43 milljónum króna sem gerir helgina að tekjuhæstu kvikmyndahelgi sögunnar hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar