Kynlífsatriði í Hollywood-stórmyndinni Oppenheimer hefur valdið usla í Indlandi og sagði talmaður indversku ríkisstjórnarinnar meðal annars í færslu á Twitter að atriðið sé „hrein árás á hindúsima“.
Eins og alþjóð veit fjallar stórmyndin umtalaða um ævi eðlisfræðingsins, Robert J. Oppenheimer, föður kjarnorkusprengjunnar.
Í myndinni er sjóðheitt og áhrifamikið kynlífsatriði milli Oppenheimer, sem leikinn er af Cillian Murphy, og kollega hans Jean Tatlock, sem leikin er af Florence Pough.
Tekur sér stutt hlé frá ástaratlotunum og þá gengur persóna Pough að bókaskáp og tekur út eintak af Bhagavad Gita, heilögu riti í augum hindúa, og biður Oppenheimer að lesa upp úr því. Hann tekur við bókinni og les upp áhrifamikla setningu og síðan heldur parið bólbrögðunum áfram. Það er ekki síst sú staðreynd að persóna Pough heldur enn á handritinu heilaga þegar kynmökin hefjast að nýju sem hefur vakið hörð viðbrögð.
Eins og aðrar þjóðir flykktust Indverjar í kvikmyndahús til að berja dýrðina augum en fjölmargir mótmæltu svo harðlega á samfélagsmiðlum þegar áhorfinu var lokið.
Í áðurnefndri færslu sem beint var að framleiðendum myndarinnar, fordæmir Uday Mahurkar, talsmaður indversku ríkisstjórnarinnar atriðið. Segir hann meðal annars að Hollywood fari mun mildari höndum um múslima og þeirra trúarrit og krefst þess að hindúar njóti sömu virðingar.
. @OppenheimerATOM
To,
Mr Christopher Nolan
Director , Oppenheimer filmDate : July 22, 2023
Reg: Film Oppenheimer’s disturbing attack on Hinduism
Dear Mr Christopher Nolan,
Namaste from Save Culture Save India Foundation.
It has come to our notice that the movie…
— Uday Mahurkar (@UdayMahurkar) July 22, 2023