fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Eru komnir brestir í hjónaband Harry og Meghan?

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 10:00

Meghan og Harry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðlar vestanhafs greina nú frá því að brestir séu komnir í hjónaband hertogahjónanna af Sussex. Fullyrt er að Harry og Meghan, sem giftu sig í maí árið 2018, ætli nú að taka sér tíma sundur til að taka stöðuna, byggja sig upp að nýju og þá einnig sambandið þeirra á milli. 

„Harry vonast til að finna sjálfan sig á ný. Hann passar ekki inn í veröldina sem Meghan vill lifa í,“ sagði heimildarmaður við RadarOnline í gær. Annar heimildamaður segir við PageSix að orðrómurinn eigi ekki við rök að styðjast, hjónin séu ekki að flytja sundur.

Framundan hjá Harry er ferð til Afríku, án eiginkonu og barna, til að taka upp nýja heimildarmynd fyrir Netflix. Segir heimildamaður RadarOnline að þar líði Harry vel og líti á heimsálfuna sem sitt annað heimili. Segir hann hjónin undir mikilli pressu fjárhagslega þar sem lífsstíll þeirra kosti sitt, en hjónin búa í 14 milljón dala villu í Montecito í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þurfa jafnframt að greiða fyrir umfangsmikla öryggisgæslu. 

„Fjárhagslegar áhyggjur auk tilfinningaálags og fjölskyldudrama hefur tekið sinn toll af þeim. Tíminn í sundur í sitt hvorri heimsálfunni mun vonandi hjálpa þeim að finna út úr því hvað þau vilja og þurfa að gera til að halda áfram, og það vonandi saman.“

Samningur við Spotify í vaskinn

Greint hefur verið frá því að hjónin hafi selt villuna og Harry búi núna einn. Miðlar hafa ekki staðfest hvort sá orðrómur sé réttur. Hjónin hafa hins vegar lent í verulegum vandræðum með ýmis verkefni sín. 20 milljón dala samningur þeirra við Spotify fór í vaskinn í síðasta mánuði þegar ljóst varð að ekki yrði áframhald á hlaðvarpi þeirra Archetypes. Munu hjónin hafa átt í erfiðleikum með að finna góðar hugmyndir fyrir hlaðvarpið, en Harry mun þegar hafa staðfest viðtöl við Donald Trump, Mark Zuckerberg, Vladimir Putin og  Francis páfa. Sjálfsævisaga Harry, Spare, og heimildarmyndin Harry & Meghan vöktu mikla athygli og gagnrýni. Hæðst var að hjónunum eftir að fregnir bárust af bílaeltingaleik í New York og er eltingarleikurinn, ásamt bókinni og heimildarmyndinni, ekki talinn hafa aukið á jákvæða ímynd hjónanna eða velgengni þeirra. 

Daniela Elser, sem gefur sig út fyrir að vera sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar, segir að Meghan „hyggist nú ætla að einbeita sér að eigin vörumerki og afla sér milljóna tekna.“ Reynist það rétt er að minnsta kosti ljóst að hjónin ætla að einbeita sér að fjárhagslegum ferli sínum í sitt hvoru lagi, ekki saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun