fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Stórskemmtilegar staðreyndir um Röggu nagla sem kallar sig Öggu í Garði – „Er skíthrædd við gamlar dúkkur“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, gerist persónuleg og deilir að eigin sögn alls konar ómerkilegum, en að okkar mati stórskemmtilegum staðreyndum um sjálfa sig í pistli á Facebook.

Er ekki tími til að vera pínu persónuleg og deila allskonar ómerkilegu sem ekki margir vita ?“ segir Ragga.

*Hitti manninn minn á Kúbu árið 1998. Sótti vatnið yfir bæjarlækinn því hann er Hafnfirðingur í húð og hár.

*Er skíthrædd við gamlar dúkkur. Mamma átti dúkku sem hét Skinnið og ef henni var snúið þá sagði hún „BA, BA“ og fyrir lítið barn var þetta hljóð í bland við gulnaða dúkku í gömlum rauðum kjól stórkoslegt trauma sem 43 árum seinna lúrir enn í sálinni.

*Uppáhalds maturinn er ribeye steik með kartöflum og hvítlauksmæjónesi. Allt undir 350 grömmum er álegg.

*Las inn á útvarpsauglýsingar sem barn. Til dæmis fyrir jólaverslun á Suðurnesjum….. „og þú sparar þér peninga, tíma og fyrirhöfn, ef þú verslar á Suðurneeeeesjum.“

*Ferðaðist um alla Evrópu í rútu með eldri borgurum á hverju sumri með fararstjóranum móður sinni. Mun ALDREI fara inn í kirkju í Evrópu aftur í lífinu.

*Var send í sveit í Þýskalandi sjö ára og fór þangað á hverju sumri til 16 ára aldurs. Þetta var algjör bómullarsveit, og meira eins og að vera í Hans og Grétu ævintýri því dagarnir gengu aðallega út á að borða og leika sér milli máltíða. Morgunmatur var brauð með hunangi og kakó „Willst du KAAAAABA?“ og síðdegiskaffið nýbökuð Apfel strudel.

*Tala þýsku, dönsku, spænsku og ensku. Langar að læra arabísku.

*Fékk alltaf tíu í stafsetningu. Fékk aldrei hærra en sex í stærðfræði.

*Uppáhalds tónlistin er grunge og graðhestarokk úr sjöunni, áttunni og níunni, Pearl Jam, Nirvana, Soundgarden, Bon Jovi, Depeche Mode, Guns n‘ Roses, Pixies, Led Zeppelin.

*Er líka stórkostlegur Tupac aðdáandi og aðhyllist samsæriskenningu um að hann sé ekki dáinn.

*Vann í bíóhúsinu Regnboganum og plötuversluninni Skífunni frá 14 ára til tvítugs.

*Var stórkostlega veruleikafirrt um eigin sönghæfileika sem barn, og söng (gaulaði) Braggablús á sviði í grunnskóla ekki bara einu sinni heldur tvisvar.

*Bauð mig líka fram sem einsöngvara í kórnum í grunnskóla. Þau sögðust myndu hafa samband eftir tónprufuna. Ég bíð enn.

*Uppáhalds liturinn er bleikur og svartur…. allt extra stöffið í ræktinni er bleikt, taskan, ökklastrappar, úlnliðsvafningar, hnéhlífar, þumlateip….

*Reykti pakka á dag og drakk hverja helgi og borðaði Júmbó grillsamlokur og Dominos pizzur allan menntaskóla.

*Bjó í Hæðargarði fyrstu fjögur æviárin og kallaði sjálfa mig „Agga í Garði“ (sjá mynd)

*Get ekki flautað né smellt fingrum.

*Það er tómarúm í heilanum þar sem samhæfing huga og handar fer fram því ég get ekki lært spor í dansi, né klappað í takt við annað fólk. Var eins og belja í pallatímum í gamla daga og þurfti alltaf að vera aftast og horfa á manneskjuna fyrir framan.

*Er með engan sens fyrir áttum. Veit aldrei hvað er norður, suður, austur…. segðu mér bara að fara til hægri eða áfram eða niður.

*Er með mínus 1.75 á báðum en hef aldrei getað notað gleraugu og ALLTAF með linsur nema yfir imbanum á kvöldin.

*Er með bullandi ADHD og loka aldrei skápum og skúffum, er með fimmtán glugga opna í Google, sautján Word skjöl í gangi, er algjör draslari, get sökkt mér í verkefni í marga tíma eða frestað fram í hið óendanlega þar til daginn fyrir skilafrest.

*Finnst ekkert eins leiðinlegt og að gera skattframtalið.

*Var í hestamennsku með pabba í nokkur ár þar til gelgjan tók öll völd.

*Finnst bíómyndir sem gætu ekki gerst í alvörunni mjög leiðinlegar og forðast þær eins og pláguna: Hobbit. Lord of The Rings. Harry Potter. Star Wars. Avatar.

Takk fyrir að lesa til enda….. kær kveðja Agga í Garði.

Hvað er eitthvað sem ekki margir vita um þig?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“