fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Beggi um vandræðalegt atvik – „Hljómaði ekki vel að vera að gefa góð ráð og vera nánast með ranann út“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 16. júlí 2023 12:16

Bergþór Ólafsson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hjálpar ekki hvatningunni hjá ungum strákum að heyra að eina ástæðan af því þú nærð árangri sé af því þú ert hvítur forréttindapési og þú færð allt upp í hendurnar. Og það eru allir sem ná völdum vondir menn. En það eru ekki allir pýramídar valdapíramídar, þeir geta líka verið hæfnispýramídar,“

segir Bergþór Ólafsson aðspurður um hvort hann haldi að karlmenn á Íslandi séu hræddir við að skara fram úr.

„Ég held að þegar þú færð að heyra í fyrsta lagi að það sé eitthvað að þér, í öðru lagi að þú ert með ákveðin forréttindi sem við öll höfum, líttu bara í kringum þig þú getur valið úr hvaða forréttindum þú vilt velja þér byggt á hvaða manneskja þú ert. Flestir á íslandi eru hátt uppi í forréttindapýramídanum. Af hverju áttu þá ekki bara að fara heim til þín og spila tölvuleiki og horfa klám, af hverju áttu að fara út í heim og gera eitthvað úr þér þegar þú færð þessi skilaboð.“

Bergþór eða Beggi eins og hann er oftast kallaður er nýjasti gestur í hlaðvarpsþættinum Götustrákar, sem Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason, sjá um. Hvetur Beggi unga stráka til að hlusta ekki á þessi skilaboð og gera allt sem þeir geta til að efla hæfni sína til að verða betri í því sem þá langar að verða betri í.

„Það gefur okkur tilgang og vöntun á þínu besta skaðar allan heiminn. Þú skiptir ótrúlega miklu máli, og það sem þú gerir og gerir ekki skiptir öllu máli frekar en engu máli. Það þurfa ungir drengir að heyra, og allir að heyra, lífið er erfitt en þið skiptið máli. Þér ber skylda að gera þitt allra besta og vera ljós í þessum heimi. Það eru mín skilaboð til allra.“

Mikilvægt að þora að segja skoðun sína

Begga finnst gífurlega mikilvægt að fólk þori að segja sína skoðun almennt sama hvað öðrum finnst. „Eina leiðin til að átta sig á hvort maður er barnalegur eða hafi rétt fyrir sig er að segja sína skoðun. Þá áttar þú þig á því og færð „feedback“ frá öðrum. Þá ert þú upplýstari og heimurinn verður betri. Þess vegna þurfum við að þora að tækla og segja sannleikann um erfið málefni. Við þurfum að vera opin og fagleg í gagnrýninni. Ég vil meina að það sé engin heimskuleg skoðun. Maður hefur séð Simma Vill setja eitthvað á Twitter, hann hefur tekið 2-3 tilbaka, sem ég held að sé gott. Hann áttaði sig á að hann setti eitthvað út í kosmóið sem hann hélt að væri rétt, fékk eitthvað tilbaka, tók það inn í myndina, hann varð betri maður fyrir vikið og samfélagið fékk einhverja umræðu sem gerir samfélagið að betri stað,“ segir Beggi.

„Mér finnst ekkert meira sexí en að fólk skipti um skoðun. Ég var plantbased vegan í sex ár, svo hugsaði ég með mér þetta er meira ruglið og byrjaði að borða kjöt. Mér finnst það í stað þess að festast að vera vegan áfram af því það var stór hluti af mínu „identity“ að geta skoðað aðeins; „er þetta rétt, er þetta rétt fyrir mig, þori ég að breyta mér.“ Þú átt ekki að vera sami einstaklingur og hafa sömu skoðanir og eftir fimm ár.

Því fleiri sem hafa hugrekki að segja sína skoðun og fara fallega og vandlega með það, þú þarft líka að taka ábyrgð á því sem þú segir. Ef þú segir sannleikann við sjálfan þig og aðra þá fleytir það þér á slóðir sem þú áttar þig ekki á og er mikilvægt fyrir þitt líf og samfélagið.“

Dregur úr „woke“ – hugsun

Aðspurður um hvort samfélagið muni breytast og verða ekki jafn „woke“ eftir nokkur ár segir Beggi að í Bandaríkjunum sé að draga úr því og þar sé í tísku að vera trúaður. „Ég held að við séum að verða kominn á efsta punkt þess að vera woke og það á niðurleið, en það kemur allt í bylgjum.“

Aðspurður um vandræðalegasta mómentið rifjar Beggi upp þegar hann var í þvílíkum gír að halda fyrirlestur. „Það kemur maður til mín eftir fyrirlesturinn og ég hélt hann væri að fara að hrósa mér. „Heyrðu þú varst með opna buxnaklauf allan tímann“ Hljómaði ekki vel að vera að gefa góð ráð og vera nánast með ranann út,“ segir Beggi og hlær.

Hvað er versta deit sem þú hefur farið á? „Ég er tiltölulega nýkominn aftur á markaðinn. Mér finnst bara gott að taka gamla góða göngutúrinn og spjalla um lífið og tilveruna. Ég er ekki svona gaur eigum við að fara út að borða og í blue lagoon, gleymdu hugmyndinni. Ég vil bara kynnast þér og ég er ágætur að tala við fólk. Hingað til hefur ekkert verið vandræðalegt,“ segir Beggi sem er búinn að vera einhleypur í eitt ár og sjö mánuði.

Strákarnir ræða klámfíkn og segist Beggi hafa hætt slíku rugli árið 2018. „Þetta var ekki að gera mér og lífi mínu gott. Eins og mamma sagði alltaf þegar hún vissi að ég væri að horfa á klám: „þetta er ekki eins þarna eins og í raunveruleikanum,“ mömmur vita allt best. Við þurfum á því að halda að finna maka og eiga góða stund, það er geggjað að eiga góða stund með einhverri manneskju, af hverju áttu að gera það ef þú getur bara verið heima hjá þér í kjallaranum?“

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimunum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Mari syrgir Orku – „Elska þig ástin mín og það mun enginn nokkurn tíma fylla uppi tómarúm sem þú skilur eftir“

Mari syrgir Orku – „Elska þig ástin mín og það mun enginn nokkurn tíma fylla uppi tómarúm sem þú skilur eftir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Martha Stewart rýfur þögnina eftir ásakanir í heimildarmynd

Fyrrverandi eiginmaður Martha Stewart rýfur þögnina eftir ásakanir í heimildarmynd
Fókus
Fyrir 5 dögum

Keypti sérsniðna kynlífsdúkku sem líkist fyrrverandi eiginkonunni

Keypti sérsniðna kynlífsdúkku sem líkist fyrrverandi eiginkonunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Safnar fyrir swing-klúbb í Hveragerði – „Við þurfum ykkar hjálp“

Safnar fyrir swing-klúbb í Hveragerði – „Við þurfum ykkar hjálp“