fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Harðvítugar meðlagskröfur – Costner segist blankur en dæmdur til að greiða helmingi meira en hann vildi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 16:30

Christine Baumgartner og Kevin Costner á góðri stund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Kevin Costner hefur verið dæmdur til að greiða meira en tvöfalt hærri meðlagsupphæð en hann var viljugur til að greiða, til fyrrverandi eiginkonu hans Christine Baumgartner.

Samkvæmt dómsskjölum sem fjölmiðlar vestanhafs fjalla um úrskurðaði dómari í gær að Costner skyldi greiða 129.755 dali (um 17,2 milljónir króna) mánaðarlega til að framfleyta þremur börnum hans og Baumcartner.  Auk þess úrskurðaði dómarinn að Costner þurfi að greiða 200.000 dali um 25,5 milljónir króna) í málskostnað og 100.000 dali (um 13,2 milljónir króna) í réttarkostnað.

Jafnframt er hjónaleysunum gert að standa sameiginlega, til helminga, að því að greiða lækniskostnað barnanna, og kostnað vegna íþrótta og tómstunda.

Baumgartner fór upphaflega fram á 248.000 dali (um 33 milljónir króna) á mánuði í meðlag, fyrir utan ótilgreinda upphæð makameðlags sem þau höfðu samið um í kaupmála sem skrifað var undir fyrir hjónaband þeirra. Costner neitaði að greiða þá upphæð og sagðist bara einfaldlega ekki hafa efni á því, þar sem vinnumál hans væru að breytast. Sakaði hann jafnframt sína fyrrum heittelskuðu um að hyggjast nota peningana til að fjármagna eigin útgjöld, þar á meðal snyrtiaðgerðir, kaup á hátískufatnaði, úttektir úr hraðbanka, byggingarlán og annan kostnað sem hefði ekkert með börn þeirra að gera. Taldi hann hæfilega meðlagsupphæð mánaðarlega vera 51.940 dali (um 7 milljónir króna). 

Óásættanlegur ágreiningur

Baumcartner sótti um skilnað í maí eftir 18 ára hjónaband og var við „ósættanlegum ágreiningi“, sem er algengt orðalag í skilnaðarpappírum Hollywood-frægra. Síðan þá hafa hjónaleysin rifist harkalega fyrir dómstólum og í sviðsljósinu um upphæðir meðlags og fleira. 

Baumcartner gerðist hústökukona á fyrrum heimili þeirra, glæsihýsi sem er séreign samkvæmt Costner samkvæmt kaupmálanum. Þurfti dómaraúrskurð til að fá hana til að yfirgefa húsið og hefur hún til 31. júlí til að gera það. Lögfræðingar héldu því fram að hún hefði hvorki tíma né peninga til að finna annað húsnæði fyrir mánaðamót, en þrátt fyrir það var frestur um að rýma húsið ekki framlengdur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun