Parið Gunnlaugur Arnar Ingason, Gulli bakari, og Kristel Þórðardóttir, hafa sett íbúð sína við Þrastarás í Hafnarfirði á sölu.
Íbúðin er fjögurra herbergja, 93,8 fm, á efstu hæð í fjölbýli byggt árið 2001. Íbúðin skiptist í forstofu, gang/hol, eldhús, borðstofu og stofu í alrými, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi og þvottaherbergi. Frá stofu er gengið út á svalir.
Parið keypti íbúðina fyrir um tveimur árum og tók hana alla í gegn og er útkoman glæsileg, skipt var um gólfefni, innréttingar, tæki, tengla og lýsingu.
Gulli hefur ungur að árum náð að skapa sér nafn sem einn fremsti bakari og konditor landsins en hann rekur afar vinsælt handverksbakarí undir eigin nafni í Flatahrauni í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.