fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fókus

Dómur styttur um tvö ár yfir svikakvendinu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefur verið styttur um tvö ár.

Holmes var sakfelld í janúar árið 2022 til 11 ára og þriggja mánaða fangelsisvistar, í fjórum ákæruliðum af tólf, fyrir að hafa sagt fjárfestum Theranos ósatt um byltingarkennda blóðskimunartækni fyrirtækisins sem átti að geta greint margvíslega sjúkdóma með fáeinum blóðdropum.

Holmes sem er 39 ára, tveggja barna móðir, hóf afplánun í maí á þessu ári. Samkvæmt skráningu á vef bandarísku fangelsismálastofnunarinnar er dómurinn skráður tveimur árum styttri, en ekki er greint frá af hvaða ástæðu það er. Nú virðist sem dómur hennar hafi verið styttur, þó ekki sé fullkomlega ljós hvers vegna. Hún mun því losna úr fangelsi 29. Desember 2032, níu árum, sex mánuðum og 29 dögum eftir að hún hóf afplánun þann 30 maí. 

Talsmaður fangelsisstofnunarinnar staðfesti breytinguna en gat ekki tjáð sig frekar um mál Holmes. Afplánun hennar gæti þó orðið styttri komi til reynslulausnar vegna góðrar hegðunar eða annarra ástæðna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birki ráðlagt að fara alls ekki í viðtal hjá Gunnari

Birki ráðlagt að fara alls ekki í viðtal hjá Gunnari
Fókus
Fyrir 2 dögum

Girls Gone Wild martröðin – „Ég var í áfalli, eiginlega í afneitun“

Girls Gone Wild martröðin – „Ég var í áfalli, eiginlega í afneitun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhorfendur Ofurskálarinnar gáttaðir á útliti Tom Cruise – „Hvað kom fyrir andlitið hans?“

Áhorfendur Ofurskálarinnar gáttaðir á útliti Tom Cruise – „Hvað kom fyrir andlitið hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur mennsk losun gróðurhúsalofttegunda lítil sem engin áhrif á hitastig jarðar?

Hefur mennsk losun gróðurhúsalofttegunda lítil sem engin áhrif á hitastig jarðar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum