fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Brúðurin var 9 ára, brúðguminn 22 ára – Brúðinni fannst leiðinlegast að maður sinn vildi aldrei fara í dúkkuleik

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1937 gengu Eunice Winstead og Charlie Johns í hjónaband í bænum Sneedville í Tennessee. Sem varla telst til tíðinda nema að brúðurin var 9 ára og brúðguminn 22 ára.

Og það sem meira er, foreldra beggja brúðhjónanna voru alsæl með ráðahaginn, sögðu parið ástfangið og engin ástæða til að standa í vegi fyrir hamingju þeirra. 

Hvaða prestur jánkaði að þetta barn væri 18 ára?

Misbauð öllum

En þau voru svo að segja ein um þá skoðun því hjúskapurinn misbauð svo að segja öllum í samfélaginu. Enda það rangt margt við þetta hjónaband að það er erfitt að vita hvar skuli byrja.

Það eina góða sem segja má um hjúskapinn er að hann varð til þess að löggjöf um hjónabönd var breytt, ekki bara í Tennesse, heldur víða um Bandaríkin. 

Í dag er um að ræða glæp og þótt að sú skoðun hafi ekki verið ríkjandi á þessum árum voru fjölmargir sem töldu hjónabandið bæði lagalega og siðferðislega rangt. Fjölmiðlar fordæmdu hjúskapinn og íbúar Tennesse skömmuðust sín yfir umfjölluninni sem dró upp vægast sagt neikvæða mynd af fylkinu. Reyndar voru langflestir íbúa Tennesse alfarið á móti hjónabandinu. 

En þessum tíma voru engin lög í Tennesse sem kváðu á um lágmarksaldur þegar kom að hjónabandi og var engin krafa gerð um leyfi foreldra. En margir prestar neituðu þó alfarið að gefa saman allt að fáránlega ungt fólk og fannst það ganga gegn samvisku sinni. 

Charlie vissi af þessu og falsaði því fæðingarvottorð Eunice. Á því var hún nú sögð vera 18 ára. 

Fjölmiðlafár

Að morgni brúðkaupsdagsins sagði Eunice pabba sínum að hún ætlaði að heimsækja systur sína til að sækja dúkku sem Charlie hafði gefið henni í jólagjöf. 

En þess i stað hitti hún Charlie og gengu þau nokkra kílómetra í leit að presti til að framkvæma athöfnina. Þau fundu slíkan en hvort hann virkilega trúði því að barnið væri 18 ára eða kaus að líta fram hjá því er ekki vitað.

Eftir athöfnina fór Eunice tll systur sinnar að sækja dúkkuna og svo heim til sín. 

Hjónabandið var fljótt að spyrjast út og næstu vikur streymdu blaðamenn til Sneedville til að freista þess að ná tali af hjónunum, eða ná að gera grein fyrir viðbrögðum nærsamfélagsins..

Einum blaðamanni, sem tókst að ná tali af hjónunum, ákvað að lýsa sinni eigin upplifun af viðtalinu. Greindi hann frá því að Charlie hafi haft orðið mest allan tímann, en á meðan hefði Eunice setið á gólfinu og leikið við yngri systur sína og kanínuna þeirra. Hún hafi þó svarað beinum spurningum frá blaðamanni, sem eðlilega vildi vita hvers vegna 9 ára gömul stúlka, sem með réttu ætti að vera úti að leika sér með vinum, ganga í skóla og njóta alls þess skjóls sem æskan veitir frá þeim þunga og ábyrgðum sem fylgja fullorðinsaldri. 

„Ég elska Charlie,“ svaraði Eunice án þess að hika. Þó vissulega megi velta upp þeirri spurningu hvað 9 ára barn veit um ástina, í það minnsta þá rómantísku. Ekki varð það til auka trú lesenda viðtalsins þegar Eunice hélt svo áfram, mögulega til að útskýra þessa ást sem hún bar til manns sem var nær móður hennar í aldri heldur en henni sjálfri, að Charlie hefði sko gefið henni stóra og fallega dúkku í jólagjöf, þó svo henni þætti miður hversu sjaldan hann vildi fara í dúkkuleik með henni. Og líklega var dúkkuleikjum almennt að fara að fækka enda tók Charlie fram að það sem væri heillandi við eiginkonu hans, sem hvorki var nógu gömul til að fermast né komin á kynþroskaaldur, væri það að hún væri svo áhugasöm um saumaskap og þar að auki góður kokkur. 

Móðirinn harður stuðningsmaður

Móðir Eunice, aðeins 11 árum eldri en brúðguminn, varði hjónabandið þrátt fyrir hávær mótmæli almennings sem töldu hana óhæfa móður. 

„Biblían segir ekki að ekki skuli raska friði þeirra sem lifa í sátt og samlyndi,“ sagði móðir Eunice, staðfastlega í viðtali.  „Ef þau elska hvort annað, þá er gifting það rétta í stöðunni.“ 

Engan hefði átt að furða þau viðbrögð, í ljósi fjölskyldusögunnar. Móðir Eunice gekk í hjónaband aðeins 13 ára að aldri og ein af systrum Eunice var eins 13 ára þegar hún gifti sig.

„Charlie er góður drengur,“ sagði frú Winstead, ljómandi af stolti. „Hann er duglegur til vinnu, hanna er nýbúinn að kaupa 40 ekrur af landi og ætlar að byggja á því heimili handa þeim. En ég ól samt sem áður börnin mín upp í því að giftast ekki út af eignum, heldur ást.“ 

Faðir Eunice hafði minna að segja. Það eina sem hann lét hafa eftir sér að hann væri sáttur við hjónabandið, þetta væri búið og gert og ekkert hægt að gera meira í málinu. 

Málið skók samfélagi í Tennessee, þá helst sökum óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar þar sem hjónabandið var fordæmt. Ári eftir brúðkaupið birtist grein í tímaritinu TIME  þar sem hjónabandið var  kallað „þjóðarhneyksli“ sem væri Tennessee, sem og landinu öllu, til háborinnar skammar.

Fór það svo að löggjafinn í Tennessee ákvað að grípa til aðgerða til að fyrirbyggja annað svona hneyksli, en ákvæði var komið fyrir í hjúskaparlögum þar sem sagði að hjúskaparefni þyrftu að hafa náð 14 ára aldri til að mega ganga í hjónaband.

Hvað svo?

Margir gætu velt því fyrir sér hvernig litlu stúlkunni Eunice vegnaði eftir að hún var kornung gefin eiginmanni sínum. Því var svarað um 20 árum síðar, þegar Eunice hafði fagnað 20 ára brúðkaupsafmæli þrátt fyrir að vera enn á þrítugsaldri. Árið 1957, samþykktu hjónin viðtal við blaðamann, en Eunice var þá 29 ára. 

Lesendum kemur það mögulega á óvart, en Eunice og Charlie voru enn gift, og ekki nóg með það heldur hafði fjölgað töluvert á heimilinu þar sem börn þeirra voru sjö talsins, það elsta 14 ára og það yngsta þriggja mánaða. Eunice hafði orðið móðir aðeins 14 ára gömul,  en í því samhengi mætti benda á að hefði elsta barn hennar farið sömu leið þá hefði Eunice náð að verða amma fyrir þrítugsafmælið. 

Fjölskyldan hafði það fínt. Þau bjuggu í fallegu húsi í sveit og voru vel stæð, en Charlie hafði erft 150 hektara landskika sem hann svo seldi til í hlutum til námufyrirtækja fyrir mikinn ágóða. 

Lífið var ósköp huggulegt hjá þeim hjónum. Þau bjuggu í snyrtilegu koti í friði og ró, en hjónin sögðu að sú athygli sem hjónaband þeirra vakti í Bandaríkjunum hafi gert það að verkum að þau einangruðu sig í sveitinni, fjarri ágangi fjölmiðla.   

Eunice með dúkkuna sína.

Hjónin ræddu aldrei opinberlega um samband sitt, þó svo að Eunice hafði í viðtali 1976 tekið fram að hún sæi ekki eftir því að hafa gift sig svona ung. Móðir Eunice var þó dugleg að verja hjúskapinn, og það þrátt fyrir að slíkt bakaði henni litlar vinsældir. 

„Af hverju geta þeir ekki látið almennilegt gift fólk í friði?“ sagði hún í viðtali. „Hafa karl og kona ekki réttinn til að gifta sig ef þau eru ástfangin? Eunice elskar Charlie og Charlie elskar Eunice og samband þeirra kemur engum við nema þeim tveim. Aldrei á ævi minni hef ég sé viðlíka upphlaup og úlfúð vegna þess að tvær manneskjur ákveða að láta pússa sig saman. Mögulega er Eunice heldur ung, en hvaða máli skiptir það?“

Móðir Eunice vildi aldrei gangast við því að dóttir hennar hefði verið barn að aldri heldur vísaði alltaf til hennar sem ungrar konu. 

Hefði viljað menntun – og æsku

Eunice langaði til að ganga menntaveginn og ætlaði að halda áfram í barnaskólanum þrátt fyrir að vera nú gift stúlka. Hún sneri aftur í skólann sinn nokkrum dögum eftir brúðkaupið en þar var henni refsað fyrir að vera með látalæti í kennslustofunni. Ekki er ljóst hvort að Eunice hafi talið sér slíkt heimilt þar sem hún væri nú ráðsettur krakki með eiginmann, eða hvort hún hafi einfaldlega að hegða sér eins og 9 ára börn gjarnan gera í kennslustundum. En eiginmanni hennar var þó ekki skemmt. Hann greindi fjölmiðlum frá því að hans kona færi sko ekki í neinn skóla. 

„Hún fer ekki í neinn skóla svo lengi sem ég hef nokkuð um það að segja,“ sagði hann við fjölmiðla og við það stóð. Charlie náði að verða 84 ára að aldri, en þá gerði hann Eunice að ekkju. Hún fylgdi honum eftir níu árum síðar, þá tæplega 79 ára. Börnin voru sjö, barnabörnin enn fleiri og barnabarnabörnin sömuleiðis.

Áður var minnst á að Eunice hefði í viðtali 1976 sagt að hún sæi ekki eftir því að hafa gift sig. Hún sagði við sama tilefni að hún harmaði þó að hafa ekki fengið að mennta sig

Charlie lést 13. febrúar 1997, áttatíu og fjögurra ára að aldri.

Eunice lifði mann sinn í níu ár og lést árið 2006, rétt fyrir 79 ára afmæli sitt. Hún átti þá gríðarlega fjölda afkomenda. 

Í viðtalið árið 1976 sagðist Eunice ekki sjá eftir að hafa gifst þetta ung en harmaði þó að hjónabandið hafi komið í veg fyrir menntun hennar, og að vissulega hafi æsku hennar lokið á þeim degi. 

Til gamans

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni