fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Stal stóru hlutverki í vinsælum sjónvarpsþáttum með einfaldri áminningu

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 10. júlí 2023 14:00

Cillian Murphy í hlutverki Thomas Shelby/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil eftirvænting er eftir kvikmyndinni Oppenheimer sem frumsýnd verður eftir um tíu daga. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Christopher Nolan sem á að baki m.a. kvikmyndirnar Dunkirk, The Dark Knight og Inception. Þau sem þegar hafa séð Oppenheimer hafa veitt myndinni mjög góða dóma og sagt er að hún skilji mikið eftir sig í huga áhorfenda. Oppenheimer fjallar um bandaríska eðlisfræðinginn Julius Robert Oppenheimer sem leiddi teymi vísindamanna sem smíðuðu fyrstu kjarnorkusprengjuna.

Með hlutverk Oppenheimer sjálfs fer írski leikarinn Cillian Murphy. Þótt Murphy sé orðinn mjög þekktur berst hann ekki mikið á og er ekki sérlega mikið gefinn fyrir fylgifiska frægðarinnar eins og t.d. tíðar ljósmyndatökur:

Sjá einnig: Cillian Murphy segir myndatökur vera móðgandi

Meðal hlutverka sem Murphy er þekktur fyrir er glæpaforinginn útsjónarsami Thomas Shelby í bresku sjónvarpsþáttunum Peaky Blinders sem framleiddir voru á árunum 2013-2022. Þættirnir fjalla um glæpagengið Peaky Blinders, sem lætur til sín taka í borginni Birmingham á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina, og hafa notið vinsælda um allan heim. Þykir Murphy fara á kostum í hlutverkinu

Í umfjöllun netmiðilsins Animated Times kemur hins vegar fram að upphaflega hafi staðið til að ráða annan leikara í hlutverkið. Auk Murphy kom breski harðhausinn Jason Statham, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í hasarmyndum, helst til greina.

Steven Knight, aðalhöfundur þáttanna, hitti báða leikarana og ákvað að ráða Statham helst vegna þess að hann er hávaxnari og vöðastæltari en Murphy. Írski leikarinn sætti sig þó ekki við þessi málalok og sendi Knight sms-skilaboð með stuttorðri áminningu: „Mundu að ég er leikari.“

Knight sannfærðist og réð Murphy í hlutverkið. Hann sagði síðar að það hefði verið heimskulegt að dæma Cillian Murphy eingöngu út frá útlitinu. Eftir að hann fékk skilaboðin gerði hann sér grein fyrir að Murphy væri það hæfileikaríkur leikari að hann gæti gert Thomas Shelby ljóslifandi á skjánum, þótt hann væri ekki vitund líkur glæpaforingjanum í háttum.

Knight hefur sagt að frammistaða Murphy sé hápunktur þátttanna sem sanni að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá sér að skipta um skoðun og ráða ekki Statham.

Murphy hefur sagst í viðtölum hafa verið óviss um að leika mann sem er afar karlmannlegur, með ógnandi nærveru, ofbeldisfullur og því nokkuð fjarri þeim manni sem leikarinn hefur að geyma. Gæði handrits þáttanna og áskorunin sem hlutverkið fól í sér dró hann hins vegar að verkefninu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað