fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Nýr framhjáhaldsskandall skekur Hollywood – Sagður hafa haldið framhjá með 25 ára umhverfissinna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 5. júní 2023 11:31

Natalie Portman, Benjamin Millipied og Camille Étienne.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr framhjáhaldsskandall skekur Hollywood. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá meintu framhjáhaldi ballettdansarans Benjamin Millepied, sem er giftur leikkonunni Natalie Portman.

Millepied er sagður hafa haldið framhjá með 25 ára umhverfissinna og að hjónabandið sé nú á hálum ís.

Natalie er 41 árs og Benjamin er 45 ára. Þau kynntust árið 2009 við gerð kvikmyndarinnar Black Swan, Millepied var danshöfundur myndarinnar. Þau giftust árið 2012 og eiga saman tvö börn, Aleph, 11 ára, og Amaliu, 6 ára.

Undanfarna mánuði hafa verið sögusagnir á kreiki um að hjónin væru að glíma við erfiðleika en allt fór í háaloft á föstudaginn þegar franska tímaritið Voici birti umfjöllun um meint framhjáhald dansarans.

Virtust hamingjusöm þremur dögum áður

Voici greindi frá því að Millepied hafi haldið framhjá Portman með unga umhverfissinnanum Camille Étienne. Tímaritið birti myndir af þeim sem voru teknar 24. maí í Frakklandi. Page Six birti einnig myndirnar.

Aðeins fimm dögum síðar, þann 29. maí, var hann myndaður kyssa eiginkonu sína og virtust þau hamingjusöm á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Það var þremur dögum áður en franski fjölmiðillinn kom upp um framhjáhaldið.

„Þau eru ekki skilin og eru að reyna að láta hjónabandið ganga. Ben er að gera allt sem hann getur til að fá Natalie til að fyrirgefa sér. Hann elskar hana og fjölskyldu þeirra,“ segir heimildarmaður Page Six.

Étienne er góð vinkona sænsku baráttukonunnar Gretu Thunberg. Hún hefur gert nokkrar stuttmyndir um umhverfið og skrifaði bókina For an Ecological Uprising: Overcoming oUr Collective Powerlessness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna