fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Átakanleg ævi fyrstu ofurfyrirsætunnar – Hneyksli, nekt, handtökur, morð og geðveiki

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 28. júní 2023 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Audrey Munson er nafn sem fæstir þekkja í dag en hún er almennt talin fyrsta súpermódelið, í það minnsta í Bandaríkjunum. 

Ljósmyndarar, listmálarar, myndhöggvarar og leikstjórar hreinlega slógust um þessa fegurðardís sem átti eftir að verða fyrsta konan til að koma fram nakin í kvikmynd. 

Audrey var ekki bara dáð fyrir fegurð sína og hæfileika, hún var einnig öflugur talsmaður kvenréttinda. En lífið átti ekki eftir að leika við Audrey sem lést, öllum gleymd, ein á geðsjúkrahúsi eftir hvorki meira né minna en 65 ára dvöl þar. 

Heillaður af fegurð Audrey

Audrey fæddist í bænum Rochester í New York fylki árið 1891 og frá unga aldri dreymdi hana um að verða leikkona. 

Þegar hún var 17 ára flutti hún, ásamt móður sinni, til stórborgarinnar New York til að láta drauma sína um frægð og fram í leiklist rætast, með dyggri aðstoð móður sinnar. Það leið ekki á löngu þar til maður nokkur stöðvaði hana, þar sem hún var að horfa í búðarglugga á hinni þekktu Fifth Avenue götu, og spurði hvort hann mætti taka af henni ljósmyndir. 

Ljósmyndarinn hét Felix Benedict Herzog og varð hann heillaður af fegurð Audrey. 

Herzog, sem var afar virtur í sínu fagi, kynnti Audrey fyrir listaelítu New York borgar og var það myndhöggvarinn Isidor Konti sem bauð henni fyrsta stóra verkefnið, verkefnið sem átti eftir að skapa henni nafn.. En það var eitt skilyrði; Audrey þurfti að sitja fyrir nakin.

Audrey var til í það en mamma hennar var minna hrifin af tillögunni en á endanum náði Konti að tala mömmu til. 

Gríðarlega eftirsótt

Það var hið víðfræga og glæsilega Hótel Astor sem hafði pantað höggmyndina sem bar nafnið Three Graces og var Audrey fyrirmynd þeirra allra. Verkið þótti hreint út sagt stórfengleglegt og rauk eftirspurnin eftir Audrey sem fyrirsætu upp úr öllu valdi. Hún sat fyrir hjá ljósmyndurum og lismálurum en sérstaklega voru myndhöggvarar æstir í að fá Audrey sem fyrirsætu. 

Enn þann dag í dag er að finna styttur, gosbrunna og skreytingar víða um New York, sem allar eiga það sameiginlegt að Audrey Munson var fyrirsætan og hlaut hún því viðurnefnið Ungfrú Manhattan. 

Árið 1915, þegar Audrey var 24 ára gömul, var haldin gríðarstór sýning höggmynda í San Fransisco og þótt ótrúlegt megir virðast var Audrey fyrirsætan að þremur fimmta allra höggmyndanna. 

Three Graces

Sama ár lék Audrey í sinni fyrstu kvikmynd. 

Að sjálfsögðu lék hún hún fyrirsætu myndhöggvara og var hún fyrsta konan til að koma fram nakin í kvikmynd. 

Sumir voru yfir sig hneykslaðir en jafnvel enn fleiri dáðust að hugrekki hennar.

Lítið gert úr hlutverki kvenna

Audrey átti eftir að leika í fleiri kvikmyndum, sem margar hverjar hneyksluðu samtímamenn, en sneri sér síðan aftur að sinni stóru ást. Höggmyndum. 

Audrey hafði frá unga aldri verið mikil kvenréttindakona og taldi að lítið væri gert úr þeirri vinnu sem fyrirsæturnar legðu á sig fyrir listaverkin. Listamennirnir, sem í næstum öllum tilfellum voru karlmenn fengju allan heiðurinn. Sætu konurnar eftir, nafnlausar og gleymdar, án þeirrar virðingar sem listamennirnir fengju, auk þess að fá aðeins brotabrot af hagnaði þeirra. 

Audrey hafði reyndar haft það sama að segja um kvikmyndaiðnaðinn og hótaði á tímabili að yfirgefa Bandaríkin og flytja til Bretlands ef að leikkonum yrði ekki sýnd meiri virðing. 

En smám saman fór líf Audrey úr skorðum þar sem hún var nafngreind í fjölda hneyklismála 

Myrti fyrir ástina á Audrey

Árið 1919 bjó Audrey, ásamt móður sinni, á gistheimili í eigu læknis að nafn Walter Wilkins. Walter féll gjörsamlega fyrir Audrey og endaði á að myrða konu sína til að geta kvænst Audrey. Sem Audrey hafði minna en engan áhuga á.

Audrey og móðir hennar flúðu hneykslið í New York en lögreglu grunað að Audrey ætti hlutdeild að málinu og var lýst eftir þeim mæðgum um öll Bandaríkin. 

Þegar þær loksins fundust í Kanada neituðu þær að snúa aftur til New York og voru þær því yfirheyrðar þar í landi. Þær skýrslur hafa aldrei verið opinberaðar en vitað er að Audrey mótmælti kröftuglega öllu sambandi við Wilkins, hvað þá að hafa átt þátt í að myrða konu hans. 

Þeim mæðgum var á endanum sleppt, enda ekki vottur af sönnum sem tengdi þær við málið, en dr. Wilkins var dæmdur til dauða í rafmagnsstólnum. Hann hengdi sig í klefa sínum áður en til þess kom.

Mannorð í molum

En þrátt fyrir að lögregla hefði sleppt Audrey var mannorð hennar í molum og árið 1920 var enga vinnu fyrir hana að fá. Enginn vildi láta tengja sig við Audrey Munson. Til að sjá fyrir sér gekk móðir hennar í hús og seldi eldhúsáhöld en Audrey varð miðasölustúlka í safni sem sá hinum efnaminni fyrir ódýrri og ósmekklegri skemmtun. Það var til að mynd að finna lík af tvíhöfða kálf svo og múmíu. Sennilegast voru þó flestir sýningagripanna falsaðir. 

En Audrey hafði ekki gefist upp og frá því í janúar og fram í maí 1921 skrifaði hún 20 greina seríu í dagblað þar sem hún fór yfir feril sinn og varaði aðrar stúlkur við að fara sömu leið og gerast fyrirsætur.

„Hvað verður um fyrirsætur listamannanna? Ég velti því fyrir mér hvort einhverjir af lesendum mínum hafi ekki staðið frammi fyrir meistaraverki, dásamlegri höggmynd eða glæsilegu málverki af ungri stúlku sem var látin fórna hógværð sinnig og hreinleika en þess í stað í stað sýnd nakin, og spurt sjálfa sig „Hvar er hún núna, þessi fyrirsæta sem var svo falleg?“

Leiðin lá hratt niður

Þetta sama ár keypti kvikmyndaframleiðandinn Allen Rock heilsíður í öllum helstu blöðum New York borgar þar sem hann sagðist hafa greitt Audrey 27,500 dollara, stórfé í þá tíma, til að leika í kvikmynd sem hann hugðist framleiða. Hefði hún ekki staðið við samkomulagið. Audrey var fljót að svara fyrir sig, sagði að tékkinn hefði ekki verið neitt annað en auglýsingatrikk og fór sjálf í mál við Rock.

En hún átti að sjá eftir því, þar sem í réttarhöldunum kom meðal annars fram að Audrey hafði ekki sjálf skrifað greinarnar tuttugu, heldur fengið lítt þekktan blaðamann til að skrifa þær í sínu nafni. 

Leið Audrey lá aðeins niður á við eftir það.

Audrey var módel á óteljjandi listaverkum sem skreyta New York borg.

Í þeirri von að hressa feril sinn við, hóf Audrey samstarf við stórt útgáfufyrirtæki dagblaða sumarið 1921. Átti að gera greinaflokk um leit hennar að hinum fullkomna eiginmanni. Má segja að um langalangafa raunveruleikaþátta, eins og við þekkjum þá í dag, hafi verið að ræða. 

Tæpur tveimur mánuðum síðar hætti hún við og sagðist engan áhuga hafa á að giftast.

Í október sama ár var hún handtekinn í kvikmyndahúsi og sökuð um siðferðisbrot á hvíta tjaldinu, þar sem hún var að sjálfsögðu nakin. Hún var reyndar sýknuð af þeim ákærum. 

Súpemódel í ómerktri gröf

Í maí 1922, tveimur vikum fyrir 31. afmælisdag sinn reyndi sárfátæk Audrey sjálfsvíg með því að drekka blöndu af klóri og kvikasilfri en var bjargað. Var um að ræða fyrstu sjálfsvígstilraun Audrey af mörgum. Andlegri heilsu hennar fór hrakandi og á endanum gafst móðir hennar upp og var Audrey skikkuð á geðsjúkrahús árið 1931 þar sem hún átti eftir að dvelja næstu 65 árin, eða allt þar til hún lést, 104 ára að aldri. 

Stúlkan, sem kölluð var Venus Bandaríkjanna, liggur í ómerktri gröf einhvers staðar á lóð geðsjúkrahússins. 

Þess má geta að fyrirsætan að minnismerkinu á Manhattan um þau Isidor og Idu Strauss, sem létust í Titanic slysinu var einmitt Audrey Munson.

Sögu merkilegra fjölskyldutengsla Strauss hjónanna og Stocton Rush, framleiðanda Titan kafbátsins má lesa hér:

Aldagömul fjölskyldutengsl farþega Titanic og kafbátsins Titan- Eiginkonan beinn afkomandi ríkustu farþeganna

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni