fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Hatrammur skilnaður í Hollywood – Eiginkonan hústökukona í tveggja milljarða lúxushöll og sökuð um fjárkúgun

Fókus
Fimmtudaginn 15. júní 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Kevin Costner er skilinn að borði og sæng. Svona gerist víst á bestu bæjum enda eru sambönd stundum með best fyrir dagsetningu alveg eins og mjólkurfernurnar, og geta að sama bragði súrnað ef farið er fram yfir þann tíma. Að venju við slíkan skilnað slíta hjón samvistum, annar eða bæði flytja út af heimilinu sem áður var sameiginlegt og svo er lífinu haldið áfram, viðskipti að venju.

Eiginkona Kevin ákvað þó að fara ekki eftir slíkum venjum, jafnvel þó að leikarinn hafi haft vaðið rækilega fyrir neðan sig þegar hann gekk í hjúskapinn, en hann skráði það berum orðum í kaupmála að kona hans, Christine Baumgartner, ætti rýma þá fasteign leikarans sem hún hefði búsetu í, ekki seinna en 30 dögum eftir að formlega var farið fram á skilnað.

Þessum skilyrðum kaupmálans gekk Christine að þegar þau giftu sig fyrir rétt tæpum tveimur áratugum, líklega í þeirri trú að aldrei myndi reyna á kaupmálann þar sem hjón ganga venjulega ekki í hjónaband með það fyrir augunum að skilja síðan. Christine var sú sem reið á vaðið í byrjun maí þegar hún sótti um skilnað. Ákvað maður hennar, þrátt fyrir löglegan kaupmála, að gera vel við hana og bauð henni að aðstoða hana við að flytja í nýtt húsnæði. Nei takk hugsaði Christine þó og situr sem fastast á fjölskylduheimilinu, sem er skiljanlegt þar sem eignin er metin á um 20 milljarða á á  henni má finna íburðarmikið höfðingjasetur við ströndina, og líklega sér Christine ekki fram á að búa við slíkan munað eftir skilnaðinn.

Vill hústökueiginkonuna út

Kevin er því tilneyddur að leita tilstuðlan yfirvalda til að fá Christine borna út úr eigninni, en hann telur að eiginkonan sé að þrjóskast við til að reyna að þvinga hann til að samþykkja kröfur hennar um uppgjör vegna skilnaðarins. Kevin segir að hann hafi þegar greitt henni það sem henni bar samkvæmt kaupmálanum, eða um 200 milljónir og þar að auki boðist til að skaffa henni nýju heimili. Christine mun þó hafa lýst því fyrir dómi að leikarinn yrði tilkippilegri til að borga henni hærri meira ef hún sæti sem fastast. Sem virðist ekki úr lausu lofti gripið því samkvæmt gögnum málsins mun Kevin, sem ber að greiða henni meðlag, borga henni samhliða meðlagi fjórar milljónir á mánuði fyrir leiguhúsnæði og hann sé tilbúinn að borga henni um 1,5 milljón til að standa straum að kostnaði vegna flutninga, að því gefnu að hún flytji þá í alvörunni út.

Kevin segist eiga þær þrjár fasteignir þar sem fjölskyldan hélt heimili á hjúskapartímanum, sem séreign. Það hafi verið skýrt frá upphafi og til þess hafi kaupmáli verið gerður sem Christine undirritaði og samþykkti að rýma eignirnar ef til skilnaðar kæmi.

Um þetta hafði Kevin að segja í gögnum sem lögð hafa verið fram fyrir dómi að hann hefði áður verið giftur og hafi verið í slæmri stöðu við þann skilnað. Hann hefði misst heimilis sitt og þurft að koma sér upp heimili á nýjum stað. Þegar Christine og hann hafi rætt hjónaband hefði hann verið mjög skýr um afstöðu sína og sagt að hann myndi aldrei gifta sig aftur nema það yrði öruggt að hann héldi  heimili sínu. Því hafi hún fallist á að gera kaupmála þar sem eignir þeirra beggja voru lýstar séreignir þeirra. Til að gera þetta sanngjarnara í garð Christine, sem þénar töluvert minna en leikarinn, hafi kaupmálinn líka kveðið á um að hún fengi 14 milljónir á brúðkaupsdegi þeirra og sömu fjárhæð á fyrsta brúðkaupsafmæli þeirra. Hún hafi líka fengið 140 milljónir eftir að hún sótti um skilnað, líkt og kveðið var á um í kaupmála, en þeim peningum hafi verið ætlað að koma henni upp nýju heimili.

Mun skilnaðurinn hafa komið Kevin að óvörum, þó hann hafi gert sér grein fyrir að kona hans væri ekki hamingjusöm. Hann hefði fremur viljað bjarga sambandinu en að skilja, en helsta ágreiningsmál þeirra mun hafa verið hversu mikið Kevin var fjarverandi sökum vinnu.

Fékk nálgunarbann gegn manni sínum

Vöktu fréttir af hústöku Christine mikla athygli í gær, en nú hefur verið greint frá því að málin séu orðin mun hatrammari. Christine mun vera að halda því fram, samkvæmt Daily Mail, að hún sé nú heimilislaus og hafi þurft að fá nálgunarbann gegn manni sínum.

Kevin sakar Christine á móti um að hafa ólöglega notað kreditkort hans til að borga fyrir lögmannskostnað og annað sem tengist skilnaðinum. Hún sé að reyna að fá skilmála kaupmálans opinberaða en það myndi setja hann í erfða stöðu og gefa svikahröppum og innbrotsþjófum hugmyndir. Eins gæti það valdið því að hann yrði fyrir opinberri smánun í umfjöllun fjölmiðla.

Samkvæmt nálgunarbanninu mun Kevin vera meinað að fara með sameiginleg börn þeirra úr landi og eins er honum meinað að flytja til peninga eða selja eignir. Þessu svaraði Kevin með því að fara fram á útburð og krefjast þess að skilmálar kaupmálans verði bundnir trúnaði. Christine haldi honum í gíslingu með því að neita að flytja út og ætli að nota þetta til að kúga úr honum meira fé heldur en henni ber. Hún hafi vissulega lagaleg úrræði á borð við að láta reyna á gildi kaupmálans fyrir dómi, en hafi þó ekki nýtt sér slíkt þó að lögmaður hennar hafi gefið til kynna að hún ætlaði að kanna gildi ákvæðis um makalífeyri.

„Þetta kemur á óvart og er miður uppörvandi því við gengumst bæði undir skilmála kaupmálans af fúsum og frjálsum vilja og nutum við það ráðgjafar persónulegra lögmanna. Ég vil því að dómstólinn kveði á um gildi kaupmálans sem fyrst svo ég geti haldið lífi mínu áfram og valdið sem minnstum truflunum á lífi barna okkar.“

Kevin hefur eins boðist til að standa straum af öllum útgjöldum sem varða börn þeirra, svo sem skólagjöld, námsgögn, skólabúningar, námsferðir, frístundir, sjúkratryggingar og læknakostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn