fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Bar og brugghús á hjúkrunarheimili í Osló

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 16:00

Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Solberg, leiðtogi Hægriflokksins og í Noregi og fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sagði í morgun á Facebook-síðu sinni frá heimsókn sem hún fór í á hjúkrunarheimilinu Garður Ingiríðar drottningar í Osló.

Hjúkrunarheimilið er nýtt og sérstaklega hugsað fyrir fólk með elliglöp.

Solberg segir hjúkrunarheimilið afsprengi ákvörðunar sem tekin hafi verið að áeggjan borgarstjórnar Osló fyrir 9 árum um að byggja hjúkrunarheimili fyrir fólk með elliglöp á nýjan hátt.

Hjúkrunarheimilið er í raun eins og lítið þorp með kaffihús, bar, menningarhús, verkstæði og brugghús. Hún segir að nægt rými sé til staðar á heimilinu fyrir íbúana til að njóta frelsis og fjölbreytni en þeir geti verið öruggir innan veggja heimilsins á sama tíma.

Aðstandendur íbúa hafa fullt frelsi til að taka þátt í starfinu sem fer fram á heimilinu og geta jafnvel sest niður og tekið því rólega með t.d. góða bók. Sjálfboðaliðar eru einnig boðnir velkomnir ef þeir hafa áhuga á að skipuleggja t.d. grillveislur, dansiböll eða samsöng.

Solberg kallar Garð Ingiríðar drottningar þorp fyrir fólk með elliglöp og segir það og sambærilegt þorp í Bærum, sem heitir Carpe Diem, létti þeim lífið sem greinst hafa með elliglöp. Þetta séu ekki eingöngu dvalarstaðir heldur heimili þar sem hægt sé að halda áfram með lífið eftir slíka greiningu.

Hún segir að á næstu árum muni þörfin fyrir húsnæðiskosti af þessu tagi fara vaxandi fyrir fólk með elliglöp því þetta sé lausn sem henti sérstaklega vel fyrir það fólk í þessum hópi sem glímir að öðru leyti ekki við líkamlega vanheilsu sem krefst sértækrar aðstoðar. Þorpin ýti undir bæði líkamlega og andlega virkni sem sé þessum hópi nauðsynleg.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni