fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Ætla að tengja Bankastræti við stemminguna í næturlífi Lundúnaborgar

Fókus
Miðvikudaginn 14. júní 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Einar Eiríksson, vín- og gullsali, og unnusta hans Vesta Minkute hafa tekið yfir rekstur Bankastrætis Club í miðbæ Reykjavíkur af Birgittu Líf Björnsdóttur og öðrum eigendum. Þau segjast ætla að endurvekja gamla og góða stemningu á staðnum og spegla um leið líflegt næturlíf Lundúnaborgar.

„Við höldum heimili í Lundúnum og Reykjavík og fannst vanta að færa hingað til höfuðborgarinnar stemninguna í næturlífi Lundúna,“ segir Vesta. „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar.“

Sverrir segir unnið að endurbótum á staðnum, jafnt að innan sem utan. Hljóð og ljósakerfi verði á heimsmælikvarða og úrvalið á bar og flöskuborðum meira en hér hafi nokkurn tímann sést. Þá njóta þau einnig aðstoðar Arnars Gauta Sverrissonar við mótun upplifunar og hönnun sem fljótlega og næstu misseri lítur dagsins ljós.

Gestir staðarins geta vænst þess að njóta skemmtunar vinsælustu plötusnúðanna (DJ-anna), gæðakokteila á góðu verði, lifandi andrúmslofts og umfram allt öryggis. „Heilsa og öryggi gesta okkar er algjört forgangsmál,“ áréttar Sverrir.

Sverrir Einar Eiríksson og unnusta hans Vesta Minkute sem tekið hafa yfir rekstur skemmtistaðarins í Bankastræti 5 í Reykjavík.

Um helgar er svo ætlunin að fá heitustu tónlistarmenn landsins til að skemmta. Þegar stigið er inn á staðinn segir Vesta fólki að búa sig undir að stíga úr rómuðu miðborgarumhverfi Reykjavíkur inn í rafmagnaða og ólgandi stemningu næturlífs Lundúnaborgar.

Sverrir hefur áður látið til sín taka í viðskiptalífinu bæði heima og erlendis en hefur í seinni tíð verið þekktastur fyrir aðkomu sína að Nýju Vínbúðinni sem og rekstri Þrastarlundar . „Ég hef í nærri aldarfjórðung stundað ýmis konar viðskipti, þó mest fasteignaviðskipti hér og í Bretlandi,“ segir hann, en að auki hefur hann komið að kaupum á gulli og demöntum, stundað lánastarfsemi, veitinga- og gistihúsarekstur, rekið starfsmannaleigu og fleira. „Flest hefur gengið vel en vissulega hefur ekki allur rekstur gengið upp með þeim hætti sem lagt var upp með í byrjun. Við látum hins vegar snurðu á þræði á einum stað ekki stoppa okkur í að gera góða hluti annars staðar,“ segir Sverrir Einar.

Meðal annars var Sverrir Einar sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri þriggja einkahlutafélaga í apríl 2022. Í kjölfarið sendi hann frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom að dómurinn væri áfall og hann hyggðist standa skil á himinhárri sektargreiðslu.

Sverrir og Vesta segjast hafa mikla trú á því að byggja megi upp skemmtistaðinn á ný, enda sé saga hans mestan part farsæl og löng. „Staðsetningin er frábær í hjarta miðbæjarins. Við ætlum að tryggja að allir skemmti sér vel og fari glaðir heim,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“