fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Alma leigufélag keypti húsið af Simma Vill

Fókus
Þriðjudaginn 13. júní 2023 14:35

Sigmar Vilhjálmsson seldi leigufélaginu húsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt húsið sitt við Kvíslartungu í Mosfellsbæ. Kaupandinn er Alma leigufélag en kaupsamningi um viðskiptin var þinglýst í byrjun júní. Sigmar er þó enn afsalshafi.

Greint var frá því í mars að Sigmar hefði sett húsið á sölu og fór fram á 149,5  milljónir króna fyrir eignina. Húsið var á söluskrá í  tvo mánuði en þá greindi Sigmar frá því að hann hefði tekið húsið úr sölu og væri hættur við fyrirætlanir sínar.

„Stóra fréttin er að ég tók húsið mitt meira að segja af sölu. Ég hætti við að selja. Fyrir utan það að það selst ekkert þá var ég með auga­stað á annarri eign í bænum. Þannig að ég verð bara þarna í sveitinni,“ sagði Sigmar við það tilefni í viðtali við Vísi en umrætt viðtal vakti þó mesta athygli fyrir yfirlýsingu.

Athafnamaðurinn fékk þó greinilega ásættanlegt tilboð frá leigufélaginu að lokum og hefur hætt við að hætta við að selja. Hvert endanlegt kaupverð var liggur þó ekki enn fyrir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina