fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hrönn er með 4 stigs krabbamein – Söfnun fyrir meðferð á Spáni – „Hún gefst aldrei upp og við ætlum ekki heldur að gera það“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. júní 2023 19:55

Hrönn og Sæmundur Mynd: Anna María Írisardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrönn Sigurðardóttir, afrekskona í ólympíufitness og eigandi verslunarinnar BeFit, greindist með skætt fjórða stigs nýrnahettukrabbamein á síðasta ári, en meinið hefur síðan dreift sér víðar. Hrönn og eiginmaður hennar, Sæmundur Bæringsson, eiga fjögur börn og hafa veikindin reynt á fjárhag fjölskyldunnar.

Eftir aðgerð í maí 2022, lyfjameðferð og geislameðferð hér heima var Hrönn sagt að sneiðmyndataka sýndi að hún væri laus við meinið. Svo reyndist þó ekki vera og eftir veikindi og skoðun hjá heimilislækni í nóvember fékk Hrönn símtal á Þorláksmessumorgun að nýtt æxli hefði fundist í ristlinum og fór hún í aðgerð 28. desember.  Í kjölfarið ákvað Hrönn að skora krabbameinið á hólm og fyrr á þessu ári sótti hún meðferð í Danmörku, þar sem ljóst var að önnur geislameðferð hérlendis myndi vinna lítinn bug á meininu og önnur lækning var ekki í boði. Meðferðin í Danmörku skilaði þó ekki þeirri lækningu sem vonast var eftir. 

Safna fyrir læknismeðferð á Spáni

„En eins og flestir vita sem hafa fylgst með okkur stöllum þá hefur Hrönnin okkar verið að berjast við 4 stigs krabbamein í langann tíma. Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar og höfum við vinkonur hennar og innsti hringur verið með henni upp á spítala þar sem læknarnir segja enga von og viljinn enginn að finna leið þrátt fyrir mörg hundruð meðferða erlendis sem við höfum fundið,“ segir í færslu sem vinkona Hrannar og æfinga- og keppnisfélagi til margra ára, Hafdís Björg Kristjánsdóttir, skrifar á Facebook. 

„Við fólkið í kringum hana höfum hafið söfnun fyrir Hrönn til að komast í meðferð í Malaga á Spáni, meðferð sem hefur gert kraftaverk fyrir fólk með alls kyns krabbamein, en vegna þess hversu langt krabbameinið er komið þá þurfum við að koma henni út sem allra fyrst. Meðferðin og allt þar í kring stefnir í 9.000.000 kr.kostnað sem við ætlum að safna saman með aðstoð ykkar.“

Vinkonurnar Hrönn og Hafdís Björg á góðri stund 
Mynd: Mummi Lú

Opinská með veikindi sín 

Hrönn hefur verið opin með veikindi sín og ferlið frá upphafi á samfélagsmiðlum. „Krabbameinið er sjaldgæft og þeir segja að aðeins einn af milljón greinist með það, þannig að ég hlýt að vera einstök manneskja,“ segir Hrönn. „Ég er að reyna allt sem ég get til að fá lækningu, og vil hjálpa öðrum sem greinast með ólæknandi krabbamein. Það eru margir að greinast, sem er ekki gott og við þurfum að standa saman og finna lækningu.“

„Þið þekkið Hrönn, hún gefst aldrei upp og ef það er ekki leið þá finnur hún leið og sigrar. Hún gefst aldrei upp og við ætlum ekki heldur að gera það! Baráttu viljinn hennar gefur okkur von um að þetta verði enn einn sigurinn hjá henni en við þurfum ykkar hjálp,“ segir Hafdís Björg. 

Hafdís Björg segist ekki oft biðja fólk um hjálp, en bendir á að í fitnessíþróttinni sem allir telja vera einstaklings sport hafi þær Hrönn verið umkringdar fólki sem studdi þær alla leið að þeim titlum sem þær hafa unnið á síðustu árum.

„Við hefðum aldrei náð jafnt langt án ykkar. Megið endilega deila sem víðast og hjálpa okkur með enn einn stórsigurinn.“

Þeir sem vilja styrkja við söfnunina, geta lagt inn á neðangreindan reikning sem er á kennitölu Hrannar:
Kennitala: 240878-3809
Reikningur: 0525-14-401254

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024