fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fókus

Lygin af ótrúlegri björgun Anastasiu lifði í 85 ár – Pólska verkakonan sem breytti sér í prinsessu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 10. júní 2023 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein frægasta lygi allra tími er að yngsta dóttir Nicholas Romanov Rússlandskeisara hafi lifað af eftir að bolsévikar myrtu keisarahjónin, fjórar dætur þeirra og son í kjallara sveitabæjar í júlí árið 1918. 

Hafði hermönnum verið skipað að miða á hjörtun áður en að skothríðin hófst.

En fljótlega sú saga af stað að yngsta dóttirin í Romanov fjölskyldunni, Anastasia hefði lifað af. Ekki síst þar sem líkin fundust ekki fyrr en 1979. Það er að segja líkin af allri fjölskyldunni nema einni dótturinni. Hún átti eftir að finnast ein í annarri gröf en ekki sé vitað um ástæðu þess að hún var ekki grafin með foreldrum sínum og systkinum.

Romanov keisarafjölskyldan

Auðkennd með hjálp bresku konungsfjölskyldunnar

Það var ekki staðfest að líkamsleifarnar væru af keisarafjölskyldunni fyrr en DNA tæknin var komin til sögunnar, árið 1991, eftir að Sovétríkin hrundu og vísindamenn gátu loksins rannsakað beinin. Og það var hvorki meira né minna en með hjálp bresku konungsfjölskyldunnar sem féllst á að afhenda DNA sýni, enda náskyld Romanov fjölskyldunni.

En DNA tæknin var ekki komin það langt á þessum tíma að unnt væri að staðfesta hvaða dóttur vantaði, aðeins að um keisarafjölskylduna væri að ræða auk fjögurra af þjónustufólki þeirra.

Það var ekki staðfest að um líkamsleifar Anastasiu væri að ræða fyrr en árið 2007 en allt þangað til var enginn fullkomlega viss.

Gat staðist að Anastasia hefði virkilega lifað af?

Anastasia var yngst dætranna. Mynd/Getty

Sérðu ekki að við lítum eins út?

Það má telja býsna öruggt að keisarynjan og dætur hennar hafi saumað fjölda skartgripa og gimsteina inn í kjóla sína þegar fréttirnar bárust að fjölskyldan yrði flutt úr höll sinni. Það ýtti undir orðróm um að kúlurnar hefðu lent á skartinu og bjargað lífi hinnar 17 ára gömlu Anastasiu. Hefði síðan einn af hermönnunum eða þjónunum hjálpað henni að flýja.

Mynd tekin þegar að konan var lögð inn á geðsjúkrahúsið.

Tveimur árum síðar, árið 1920, bjargaði lögreglumaður ungri konur frá sjálfsvígstilraun en hún hafði stokkið ofan í ískalt síki í Berlín. Hún var lögð inn á geðsjúkrahús en neitaði að gefa upp nafn. Kallaði hjúkrunarfólkið hana „ungfrú Óþekkta.‟

Ári síðar var hin óþekkta kona enn sjúklingur á spítalanum. Sást hún lesa grein í tímariti sem barn titilinn „Lifði Anastasia fjöldamorðin af?‟ og var þar meðal annars að finna mynd af Anastasiu prinsessu.

Nokkru síðar spurði hin óþekkta kona hjúkrunarfræðing hvort hún sæi eitthvað sérstakt við myndina í greininni og svaraði hjúkrunarfræðingurinn því neitandi. Spurði hin óþekkta hjúkrunarfræðinginn hvort hún sæi virkilega ekki að þær litu nákvæmlega eins út?

Rómantísk saga

Innan örfárra vikna hóf rússneskt aðalsfólk, er flúið hafði byltingu bolsévika, að flykkjast til sjúkrahússins til að bera hina týndu prinsessu augum. Öll þráðu þau að vita af meðlimi fjölskyldunnar á lífi og margir efuðust ekki um frásögn hennar. Og það sem meira er, hver og einn kom með sögur af lífinu innan hirðarinnar og gleypti „Anastasia‟ þær í sig og lærði þar með daglega meira um lífið í höllinni.

Ungfrú óþekkt

Sagan var líka með afbrigðum rómantísk, ótrúleg björgun og lífsvilji ungrar prinsessu bræddi hjörtu um heim allan.

En það trúðu ekki næstum allir sögunni. Barónessa Buxhoeveden, sem hafði verið ein af hirðdömum keisarafjölskyldunnar en náð að flýja land í tíma, heimsótti „Anastasiu‟ á spítalann og eftir að haa átt ítarlegt samtal við hana kvað hún upp þann dóm að um svikara væri að ræða. Það væri útilokað að um Anastasiu væri að ræða. Ekki bara væri enginn svipur með þeim heldur vissi hin nýja Anastasia ekkert um af neinu ráði um prinsessuna, fjölskylduna, né lífið meðal hirðarinnar.

Anastasia‟ fór strax í vörn, sagði barónessuna hafa svikið keisarafjölskylduna, og vildi ekki láta koma upp um svik sín. Því lygi hún blákalt.

Aftur lenti „Anastasia‟ í klemmu árið 1927 þegar að ung þýsk kona sagði dagblaði þar í landi að um væri að ræða fyrrum herbergisfélaga hennar, pólska verkakonu að nafni Franziska Schanzkowski. Meðlimir Schanzkowski fjölskyldunnar er hittu „Anastasiu‟ tóku undir að um væri að ræða Franzisku en „Anastasia‟ þverneitaði og sagði þau öll ruglast á konum.

Franziska Schanzkowska, sennilegast árið 1913.

Lifði á rússnesskum flóttamönnum

Konan tók sér nafni Anna Tschaikovsky og frá 1922 til 1968 þvældist hún á milli einkaheimila og kastala stuðningsmanna sinna í Þýskalandi, Sviss og heimsótti oft Bandaríkin og var uppihald hennar að mestu kostað af þeim. Hún var reglulega inn og út af stofnunum vegna bæði andlegra og líkamlegra veikinda en öll hennar saga þessi ár er efni í heila bók, enda hafa margar slíkar verið ritaðar.

Rétt áður en landvistarleyfi hennar í Bandaríkjunum rann út árið 1968 giftist hún sagnfræðiprófessor nokkrum, Jack Manahan, sem var vel þekktur sérvitringur í Charlotteville í Virginíufylki. Hann trúði sögu hennar og barðist fyrir að fá konu sína viðurkennda sem Anastasiu. Anna/Anastasia og bjó með manni sínum í Suðurríkjunum þar til hún lést árið 1984. Var hún brennd og aska hennar grafin í Þýskalandi en hár á heimili hennar auk sýna, vegna fjölda sjúkrahúsheimsókna Önnu, gerði það að verkum að auðvelt var að komast yfir DNA sýni.

En hver var Anna Anderson í raun og sann?

Flúði fátæktina en fylltist vonleysi

Það er næsta öruggt að Anna hafi í raun verið hin pólska Franzisca Schanzkowski, ein fjölda kvenna er þóttust vera Anastasia en sú langþekktasta þeirra. 

Anna á efri árum.

Meðan að Anastasia ólst upp í ólýsanlegu ríkidæmi ólst hin fjórum árum eldri Anna upp í sárri fátækt í sveitum Póllands. Hún var ákveðin í að flýja það líf sem beið hennar, sem var sama strögglið og foreldrar hennar börðust við, og flutti til Berlínar um leið og hún hafði aldur til.

Hún fékk vinnu í vopnaverksmiðju og trúlofaðist en unnusti hennar lést á vígvöllum fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1916. Skömmu eftir lát hans missti Anna óvart handsprengju á gólfið í verksmiðjunni sem hún vann í og sprengdi hún yfirmann hennar svo að setja í öreindir.

Full þunglyndis yfir láti unnusta síns og sektarkenndar yfir láti yfirmannsins hætti Franzisca að hafa samband við fjölskyldu sína í Póllandi en það síðasta sem frá henni fréttist var afmæliskort er hún sendi bróður sínum árið 1920.

Það var sem Franzisca væri horfin af yfirborði jarðar. En þess í stað kom fram Anastasia prinsessa og er almennt talið að um einhverja mögnuðustu lygasögu sögunnar. En kannski trúði Franzisca sjálf eigin lygi? Það veit enginn.

Það má bæta við að það hafa vaxið úr grasi ein, ef ekki tvær kynslóðir, barna sem mörg hver enn trúa að Anastasia hafi komist af, þökk sé hinni gríðarlega vinsælu teiknimynd sem kom út árið 1997.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk