Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Minigarðsins í Skútuvogi, stjórnarmaður Atvinnufjelagsins og annar stjórnenda hlaðvarpsins 70 mínútur, heldur áfram að skora á sjálfan sig og þar með komast í fréttir fjölmiðla.
Í vikunni greindi hann frá breyttum lífsstíll og sagðist ætla að hjóla í sumar, en játaði síðar aðspurður að það kom ekki aðeins til af góðu, því Sigmar missti bílprófið í fjóra mánuði.
Og nú ætlar kappinn að gerast vegan í eina viku. Eins og fylgjendur Sigmars á samfélagsmiðlum vita þá er hann mikill matmaður og má ætla að þessi áskorun reynist honum erfið. Kannski ástæðan fyrir að hún er bara í viku?
Sjá einnig: Líkir málum Sigmars og Eddu saman – „Þetta er eins og að bera saman Jeffrey Dahmer við Alec Baldwin“
„Ég ætla að taka áskorun og langar að prófa vegan lífstílinn í eina viku. Er þetta raunhæft? Verður lífið ok? Verð ég einn í mat. Mörg svör fást í þessari áskorun. ÉG TEK ÞAÐ FRAM: Ég missti bílprófið í 4. mánuði um mánaðarmótin.“
Yo Haters! Ég ætla að taka áskorun og langar að prófa Vegan lífstílinn í eina viku. Er þetta raunhæft? Verður lífið ok? Verð ég einn í mat. Mörg svör fást í þessari áskorun. ÉG TEK ÞAÐ FRAM: Ég missti bílprófið í 4. Mánuði um mánaðarmótin.
— Simmi Vil (@simmivil) May 7, 2023
Margir nota tækifærið og gera góðlátlegt grín að Sigmari. Guðmundur Benediktsson sjónvarpsmaður spyr hvort hann sé búinn að missa matarlystina. Annar spyr: „Búið að loka kortinu þínu og þú átt 30kg af hnetum uppi á lofti?“
Þriðji bendir á að vika sé auðvelt, fínt sé að hjóla fram hjá Vegan búðinni eða Plantan kaffihús, sá síðarnefndi sé með hjólastand. Nú og ef Sigmar klikkar á hjólalífsstílnum þá sé bestjunkintown.is með góðan skyndibita og áskriftarleiðir.