Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og Kristín Eysteinsdóttir rektor Listaháskóla Íslands hafa sett hús einbýlishús sitt á Bergstaðastræti á sölu. Katrín og Kristín keyptu húsið árið 2015 og gerðu upp. Hjónin skildu nýlega, en þær eiga saman tvö börn. Smartland greinir frá.
Sjá einnig: Katrín og Kristín skilja eftir 16 ára hjónaband
Eignin er 182,2 fm timburhús á steyptum kjallara, byggt árið 1920. Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris, og er í dag innréttað sem tvær íbúðir, hæð/ris annarsvegar og sér íbúð á jarðhæð, auðvelt er að breyta til baka í einbýli. Á lóðinni er einnig nýtt frístandandi hús um 19 fm, sem er innréttað sem stúdíóíbúð.
Íbúð á hæð/risi skiptist í anddyri/gang, tvær samliggjandi stofur og eldhús í opnu rými og baðherbergi. Í risi er hol, þar sem er tengi fyrir þvottavél og þurrkara á flísalögðu gólfi, og þrjú svefnherbergi, að hluta til undir súð og því óskráðir fm til viðbótar. Í risinu eru fjórar súðargeymslur.
Íbúð á jarðhæð skiptist í anddyri/gang, stofu, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi og lítið salerni og vask í öðru rými.
Stúdíóíbúð í sérhúsi er með svefnaðstöðu, góðri eldhúsinnréttingu og flísalögðu baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottavél.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.