fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Herragarður skreyttur herþotum

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 7. maí 2023 10:00

Herþoturnar á herragarðinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fjallaði ferðavefur CNN um franska herragarðinn Château de Savigny-lès-Beaune sem staðsettur er í samnefndu þorpi í Bourgogne-héraði.

Hægt er að rekja sögu herragarðsins aftur til fjórtándu aldar en árið 1979 keypti maður að nafni Michel Pont hann. Pont, sem lést árið 2021, var vínræktandi, kappakstursökumaður og mikill safnari.

Hann hóf á áttunda áratugnum fyrst að safna kappakstursbílum, af gerðinni Abarth, og mótorhjólum. Í lok áratugarins átti hann um 300 mótorhjól.

Um miðjan níunda áratuginn jókst áhugi hans á að bæta herþotum við safnið. Þá eignaðist hann fyrstu herþotuna sína en um var að ræða franska þotu af gerðinni Mirage en hún hafði verið tekin úr notkun hjá franska flughernum.

Herþotunum hélt áfram að fjölga og í dag hýsir herragarðurinn stærsta safn herþota í heimi, í einkaeigu. Auk Mirage þota er í safninu að finna m.a. bandarískar F-100 og sovéskar MIG þotur.

Herþotusöfnun Michel og sonar hans Cristophe spurðist með tímanum út og bárust þeim ýmis konar önnur tæki og tól til varðveislu. Auk herþotanna, kappakstursbílanna og mótorhjólanna eru til sýnis á lóð herragarðsins m.a. gervitungl, dráttarvélar, vínframleiðslutæki og mikið safn slökkviliðsbíla.

Cristophe Pont er í dag, að föður sínum látnum, eigandi herragarðsins. Hann segir að ekki verði bætt fleiri gripum við safnið:

„Helsta markmið mitt er að varðveita og halda starfi föður míns áfram. Ég verð að tryggja framhaldslíf safnsins.“

Um 30.000 gestir heimsækja herragarðinn ár hvert. Flestir koma aðallega til að skoða safnið en Cristophe (eins og Michel) og fjölskylda hans hafa þó aðallega, atvinnu af vínrækt. Safngestum er iðulega boðið upp á vínsmökkun. Hugsanlega væri það möguleiki fyrir önnur söfn til að auka aðsókn.

Hér má lesa umfjöllun CNN og hér má nálgast heimasíðu herragarðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart