Það kemur líklega fáum á óvart að um lítið annað er fjallað í breskum fjölmiðlum heldur en krýningu Karls III Bretakonungs sem fór fram í dag. Það er ekki bara konungsfjölskyldan sem hefur öllu til tjaldað heldur hafa fjölmiðlar verið í miklum samskiptum við allskonar sérfræðinga um konunglega siði, heimildarmenn innan úr höllinni og svo að sjálfsögðu sérfræðinga í varalestri sem hafa legið yfir útsendingunni frá hátíðarhöldunum og varpað ljósi á einkasamtöl sem meðlimir konungsfjölskyldunnar áttu sín á milli.
Hér er eru nokkrir punktar sem breskir miðlar hafa vakið athygli á út frá greiningum sérfræðinga í varalestri.
Þegar börn Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu voru að undirbúa sig undir að yfirgefa Westminster Abbey eftir krýningarathöfnina sást litli prinsinn Louis fagna afa sínum sem var í ríkisvagninum. Jacqui Press er sérfræðingur í varalestri og segir að litli prinsinn hafi þarna hrópað: „Jeiijj segið kóngur. Jeiijj kóngur.“
Litli prinsinn hefur síðust ár verið þekktur fyrir að vera ekkert sérlega prinslegur á opinberum viðburðum, enda kannski ekki furða. Hann er jú barn. En engu að síður þykir fólki greinilega gott að vera minnt á að litlir prinsar eru í grunninn bara litlir drengir eins og aðrir.
Þegar konungsfjölskyldan steig út á svalir Buckingham hallar hafði prinsinn líka mun meiri áhuga á að skoða umhverfið heldur en að vera virðulegur á svip og veifa. Þurfti pabbi hans að minna hann á að veifa.
Að vanda vöktu svipbrigði og látbragð prinsins mikla lukku.
Prince Louis stole the show with this adorable candid reaction during King Charles III’s coronation. pic.twitter.com/qE1dNv8x5R
— E! News (@enews) May 6, 2023
I mean!!! Prince Louis is an ICON pic.twitter.com/r6lR2lq068
— 𓆘 (@Katrnish) May 6, 2023
And you know the #Coronation day wouldnt be complete without Prince Louis dropping a new meme for us🤩 Never change little puds❤️😍#Weloveyou pic.twitter.com/8ZtkKRVyr3
— Canellecitadelle (@Canellelabelle) May 6, 2023
Very much here for Prince Louis’ waving style #Coronation pic.twitter.com/rxtisW6xRn
— Louise Quarmby (@LoulaQ) May 6, 2023
We need a Prince Louis appreciation day #Coronation #PrinceLouis 🎥sky news pic.twitter.com/mb35ZWfhJe
— The Crown uk 🇬🇧 (@_the_crown_uk) May 6, 2023
Sérfræðingur í varalestri greindi hvað konungshjónin töluðu um á meðan á krýningunni stóð. Í ríkisvagninum á leið í athöfnina sagði konungurinn við konu sína: „Ó sjáðu þetta,“ og virtist þar vera að tala um rigninguna. Hann benti svo út í áhorfendaþvöguna sem stóð og vinkaði og sagði: „Dásamlegt, yndislegt“
Drottningin hafi svo bent á hvað áhorfendur voru með mikið af fánum með sér og hvað það væri gaman. Konungurinn tók undir.
Á leiðinni inn í Westminster Abbey hafi drottningin beðið um hjálp með skikkju sína. Konungurinn hafi þá haft áhyggjur af tímasetningum og að hlutirnir væru að ganga hægar fyrir sig heldur en í æfingum.
Á leiðinni út eftir athöfnina hafi konungurinn þakkað kærlega fyrir sig og sagt við viðstadda að athöfnin hafi verið dásamleg.
Okey, Harry Bretaprins er kannski ekki útlagi en segja má að hann sé í sjálfgerðri útlægð eftir að hann sagði skilið við konunglegar skyldur og ákvað að reyna að koma undir sig fótunum í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni. Hann mætti í krýninguna í dag, einn á ferð, en kona hans var heima að fagna afmæli sonar þeirra, Archie prins.
Samkvæmt varalestrinum mætti Harry og skiptist á kurteisum kveðjum við kunningja og þegar hann sá hvað athöfnin var vegleg sagði hann það indælt. Harry fékk ekki að sitja á fremsta bekk heldur var í þriðju röð. Hann var svo fljótur að láta sig hverfa eftir hátíðarhöldin og stökk aftur upp í flugvél til Bandaríkjanna.
DailyStar ákvað líka að leita á náðir sérfræðinga í vararlestri. Sá taldi sig greina að konungurinn hafi verið ögn pirraður yfir að vera ekki á áætlun. „Við getum aldrei verið á réttum tíma,“ er hann sagður hafa sagt og bætt við: „Það er alltaf eitthvað… þetta er leiðinlegt“
DailyMail hefur það eftir áðurnefndum Jacqui Press að söngvarinn Lionel Richie hafi brugðið fyrir í Westminster Abbey þar sem hann útskýrði fyrir viðstöddum hvernig hann var fenginn til að syngja á krýningartónleikunum.
Hann hafi sagt að Karl hafi sjálfur hringt í hann og beðið hann um að syngja.
Við krýninguna kom Vilhjálmur Bretaprins upp að föður sínum og fór með hollustueið. Hann kraup fyrir framan föður sinn og fór með eiðinn. The Express greinir frá því að samkvæmt sérfræðingi í varalestri hafi Karl hvíslað að syni sínum í kjölfarið: „Takk Vilhjálmur“