fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

10 sturlaðar staðreyndir um Karl III Bretakonung

Fókus
Laugardaginn 6. maí 2023 11:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú á meðan Karl III Bretakonungur er krýndur er gott að minnast þess að hann hefur þó í rúmlega sjö áratugi verið krónprins Bretlands og því hafa allra augu verið á honum áratugum saman.

Það er því ekki úr vegi að rifja upp nokkrar sturlaðar staðreyndir um konunginn.

1 Hann tekur majónesið sitt alvarlega

Greint var frá því um aldamótin að Karl, þá prins, væri hreint ekki ánægður í heimsókn sinni í Tékklandi. Ástæðan var sú að hann var ekki með uppáhalds majónesið sitt. Ekki gat krónprinsinn hugsað sér að fá sér eggjasamlokuna sína án þess að vera með Hellmanns majónes, en það fannst hvergi þarna í Tékklandi. Upp varð fótur og fit og fór svo að majónesið var sent til hans með fyrsta flugi í svokallaðri diplómataskjóðu og tókst að redda málinu svo prinsinn gæti fengið sér samloku í hádeginu.

2 Hann átti bíl sem gekk fyrir víni

Svo segir sagan að Karl eigi eldgamla bifreið af gerðinni Aston Martin, sem hann fékk í afmælisgjöf þegar hann varð 21 árs, sem gengur fyrir lífrænu eldsneyti sem unnið er úr umfram framleiðslu af ensku víni. Hann á einnig glæsibíla á borð við Jaguar, Audi og Range Rover sem allir ganga fyrri lífdísil.

3 Fyrsti erfinginn til að næla sér í gráðu

Karl varð fyrsti krónprins konungsfjölskyldunnar til að næla sér í háskólagráðu. En hann er með bæði bakkalár- og meistaragráðu frá Cambridge háskólanum.

4 Hann er ekki góður í að velja gjafir

Sagan segir að Karl sé ekkert sérstaklega naskur í að velja gjafir. Dæmi um þetta sé gjöf sem hann gaf árið 2003 til tónlistarmannsins Ozzy Osbourne. Ozzy var á þeim tíma að ná sér eftir fjórhjólaslys en prinsinn ákvað að senda honum batakveðjur ásamt gjöf – sem var flaska af bresku viskí. Ozzy var þó á þeim tíma orðinn óvirkur alkóhólisti og varð því eiginkona hans ekkert sérlega sátt með gjöfina.

5 Hann skrifaði barnabók

Karl ákvað að láta fyrir sér reyna í skrifum árið 1980 og samdi og gaf út barnabókina The Old Man Of Lochnager, en söguna samdi hann fyrst fyrir yngri bróðir sinn, Játvarð.

6 Listrænn konungur

Ekki var það nóg að gefa bara út bók heldur hefur Karl einnig látið til sín taka á öðrum listrænum sviðum. Hann málar vatnslitamyndir sem þykja furðu góðar og spilar á selló. Líklega eru þó vatnslitirnir að gefa honum mest í vasann en svo segir að hann hafi á árunum 1997-2016 þénað rúmlega 345 milljónir á núvirði með því að selja myndir sínar. Hann hefur einnig reynt fyrir sér leiklistinni en í heimavistarskólanum sem hann gekk í sem barn sem og í háskóla lagði tók hann þátt í uppsetningum og tilheyrði leiklistarklúbbum.

7 Hann var lagður í einelti

Það er ekki bara sólskin og regnbogar að vera krónprins. Karl hefur lýst því að í barnaskóla hafi hann verið utangarðs og hafi enginn viljað vingast við hann. Honum hafi verið strítt og jafnvel verið beittur ofbeldi þar sem skólafélagar réðust á hann, lömdu og toguðu í eyru hans.

8 Hann reyndi fyrir sér sem veðurfréttamaður

Karl ákvað að taka að sér að kynna veðurfréttirnar þegar sjónvarpsstöðin BBC í Skotlandi fagnaði 60 ára starfsafmæli.

9 Plastfilmu drama

Svo segir í einni bók um konungsfjölskylduna að dag einn hafi Karl rekið upp mikið öskur og skolfið af skelfingu þegar hann sá að eitthvað efni úr plasti, sem hann kunni ekki deili á, var yfir matnum hans. Segir sagan að þá hafi eiginkona hans, Kamilla, svarað honum og sagt: „Þetta er matarfilma, elskan“.

10 Hann er kallaður guðfaðirinn

Eða það gera allavega minnst 32 einstaklingar sem eiga Karl fyrir guðföður.

Voru tíu staðreyndir ekki nóg? Hér eru nokkar í viðbót.

  • Það er vinsælt að skýra hlut í höfuðið á meðlimum konungsfjölskyldunnar. Karl fékk þann heiður að heil tegund af froskum var skýrð í höfuðið á honum, tegundinn heitir hyloscirtus princecharlesi.
  • Hann framleiðis sína eigin tegund af viskí sem kallast Barrogill.
  • Hann er sagður elska Harry Potter myndirnar
  • Hann braut konunglegar hefðir þegar hann varð viðstaddur fæðingu beggja sona sinna.
  • Hann og Díana prinsessa voru jafnhá.
  • Árið 1975 varð Karl meðlimur í samtökunum Magic Circle, sem eru samtök töframanna. En Karl er sagður hafa staðist inntökupróf með trikki sem innihélt bolla og bolta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið