Lögmenn Jackass stjörnunnar Bam Margera halda því fram að gifting hans og Nicole Boyd á Íslandi í október árið 2013 hafi ekki verið lögleg, þar sem pappírum var aldrei skilað inn. Vísir greinir frá.
Margera hélt tónleika með hljómsveit sinni FuckFack Unstoppable á í Hafnarhúsinu í október árið 2013, þar sem safnað var fyrir hjólabrettagarði í Reykjavík. Athöfnin fór þar fram og gaf Andy McCoy, finnskur tónlistarmaður þau saman.
Boyd sótti um skilnað í febrúar síðastliðnum, en þau eiga eitt barn saman. Ástæður skilnaðarins voru einkum vímuefnavandi Margera. Segir hún hann ekki hafa greitt neitt með barninu síðan þá og eiga þau í rifrifli um umgengni barnsins.
Lögmenn Margera segja giftinguna ekki lögmæta þar sem löglegum pappírum var aldrei skilað. Lögmenn Boyd segja að þó svo sé hafi parið lifað saman sem hjón og hún því verið í góðri trú um að þau væru gift.