fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Hollywoodstjarnan hugfanginn af Íslendingum- „Pínulítið skrýtnir, dásamlegir og áhugaverðir“

Fókus
Mánudaginn 29. maí 2023 17:47

Rainn Wilson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood-stjarnan Rainn Wilson er mikill Íslandsvinur á dögunum var hann til viðtals um nýja sjónvarpsþætti sem hann ber hitann og og þungann af. Í þáttunum, sem bera heitið Rainn Wilson and the Geography of Bliss ferðast leikarinn, sem hlaut heimsfrægð eftir hlutverk sitt sem Dwight Schrute í sjónvarpsþáttunum The Office, til landa sem eru ofarlega og neðarlega á alþjóðlegum mælikvörðum yfir hamingju þjóða.

Þar hafa Íslendingar iðulega verið ofarlega á blaði og í heimsókn Wilson til landsins reynir hann að greina hver ástæðan er fyrir þessari ánægju landsmanna með lífið. Í innslaginu um Íslands skellir stjarnan sér í sjósund, knúsar lömb, fær sér ís og drekkur lýsi af áfergju til þess að komast að sannleikanum.

Sjá einnig: Hollywoodstjarna sprellar með Ísland á Twitter: „Þetta er bara grjót og mosi“

„Ísland er land andstæðna. Ég hef aldrei hitt einstaklingsmiðaðra fólk en Íslendinga. Þeir eru pínulítið skrýtnir, dásamlegir og áhugaverðir. En á sama tíma þá elska þeir sameiningarmátt þjóðarinnar,“ er haft eftir leikaranum í kynningarviðtali fyrir þættina.

Hann segist upplifa að á Íslandi sé hárfínt jafnvægi milli ofstækisfullrar einstaklingshyggju og persónulegrar tjáningar en á sama tíma að treysta á samtakamáttinn og upplifa sig sem hluta af samfélaginu. Það sé eitthvað sem Bandaríkjamenn eigi eftir að uppgötva.

Wilson hefur sjálfur verið opinskár með glímu sína við andlega kvilla, hann hafi glímt við þunglyndi og kvíða á unglingsárum og alist upp í óhamingjusamri fjölskyldu. Sú reynsla hans gerir þættina mjög persónulega þar sem hann leitar svara við því af hverju sumar þjóðir eru hamingjusamari en aðrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Í gær

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco